Sæl öll
Mig langar að deila með ykkur áliti mínu á myndinni Orang County sem er nokkuð nýleg grínmynd sem kom á vídeoleigur fyrir stuttu.
Fyrst þegar ég fór að sjá þessa mynd bjóst ég bara við einum af þessum venjulegu bullgrínmyndum sem (eins og Don´t Be A Manice o.fl.) aðalega út af því að Jack Black var í henni (þótt mér finnist hann nú ekkert lélegur leikari). Ég fékk allt annað í hausinn þegar ég var á myndinn. Ég gersamlega GRENJAÐI úr hlátri nærrum alla myndinna!
Þessi mynd er nærrum stanslaust fyndinn og meira að seigj í sumum atriðum þar sem allt lítur út fyrir að vera að fara í vaskinn getur maður ekki annað en að brosa. Ég veit ekki um eina manneskju sem hefur fundist hún lélega og mæli ég eindregið með henni.
En allavega, þrátt fyir að þetta sé grínmynd mundi ég seigja að þeta sé enkar vel úthugsuð mynd. Það er gerist ekkert sem gæti ekki gerst í alvöru og hún smellpassar inn í allan húmor sem fólk leitar eftir, blanda af öllum húmor (bull<þótt myndin sé það ekki>, kaldhæðni o.fl.). Handritið er mjög gott og maður getur strax séð í gegnum alla charactera í myndinni um leið og maður sér þá (ekki á slæman hátt). Hún er mjög vel leikin og finnst mér Colin Hanks leik sérstaklega vel og á hann allan heiður skilin fyrir leik sinn í þessari mynd.
Ennig er Jack Black ógeðslega góður líka og passar hann fullkomlega inn í hlutverkið sem hann leikur (sem hann leikur virkilega vel). Einnig er líka nokkrir frægir leikarar í aukahlutverkum og gerir það myndina ekkert verri. Ég mæli með þessarri mynd fyir alla, hún kryddar svo sannarlega upp á tilveruna og lengir lífið óheirilega (samkvæmt því að “hláturinn lengir lífið”). Ég gef þessari mynd 5 stjörnur, 1. Gott og vel úthugsað handrit, 2. Góðan leik, 3. Skemtinlegt og flott umhverfi, 4. Endingu (maður getur horft á hana aftur og aftur) og síðast en ekki síst 5. Gleður þig, og ekki síður þá sem eru með þér.
Takk fyrir mig.