Bestu íþróttamyndirnar Það hefur alltaf verið erfitt að blanda saman íþróttum og kvikmyndum. Flestar íþróttakvikmyndir eru lélegar og asnalegar sökum þess hve kvikmyndaformið þarf alltaf að dramtísera íþróttirnar til að gera áhugaverða kvikmynd. Það sem oftast hefur virkað er að hafa íþróttirnar í bakgrunninum og hafa áhugaverðar persónur í forgrunninum. Mig langar að nefna nokkur dæmi um íþróttamyndir sem mér þykir hafa heppnast ágætlega.

Raging Bull(1980): Ein allra besta íþróttamynd sögunnar sem fjallar um hnefaleikakappann Jake La Motta, sem er túlkaður af Robert De Niro í fantaformi og óformi líka ef svo má að orði komast vegna þess að hann fitaði sig um 20 kíló til að sýna hrörnun La Motta á enda ferilsins. Meistari Scorsese framkallar innsýn í hringinn sem aldrei hafði sést áður með stórkostlegri svarthvítri myndatöku og slow motion atriðum sem jafnvel John Woo myndi slefa yfir af öfund.

Gladiator(2000): Ég ætla að leyfa mér að kalla þessa íþróttamynd því sögusviðið í stórum hluta myndarinnar gerist innan veggja Colosseum þar sem skylmingaþrælar etja kappi við menn og dýr, svolítið blóðug íþrótt en samt íþrótt á þeim tíma. Russel Crowe leikur hershöfðingjann/skylmingakappann Maximus og listmálarinn/leikstjórinn Ridley Scott leikstýrir.

Any Given Sunday(1999): Leikstjórinn Oliver Stone talar hér um það sem allir vita og kvarta yfir. Peningar eru að eyðileggja flest allar íþróttir og hrifsa af þeim hreinleikanum og fegurðinni(fólk þarf samt að geta lifað á þessu). Hér stúderar hann amerískafótboltann til mergjar og fær Al Pacino til að gera það sem hann gerir best, að öskra og halda ræður, í hlutverki þjálfarans Tony D´Amato sem þarf að halda utan um mispeningagráðuga leikmenn sína. Kannski aðeins of löng mynd en samt fín skemmtun.

Rocky(1976): Sly Stallone reis á stjörnuhimininn með þessari boxmynd sem hann skrifaði sjálfur. Myndin fjallar um hvernig ógæfusamur handrukkari fær tækifæri til að berjast um heimsmeistaratitilinn í boxi og hvernig hann yfirstígur allar hindranir og sigrar á endanum. Myndin vann til óskarsverðlauna og er ennþá í dag það besta sem hefur komið út úr greyinu Stallone. Hetjumynd dauðans!!

White Men Cant Jump(1992): Mér er sama hvað öðrum finnst því mér fannst þessi mynd alltaf sprenghlægileg og skemmtileg. Söguþráðurinn er kannski ekki upp á marga fiska en samleikur Wesley Snipes og Woody Harrelson var það góður að hún varð strax klassísk í mínum bókum. Þeir eru það góðir saman að þeir gerðu aðra mynd stuttu eftir þessa saman(Money Train). Það er alltaf gaman að fylgjast með með fullorðnum mönnum spila streetball og segja mömmubrandara inn á milli og rífast yfir því hvort hvítt fólk geti hlustað eða heyrt í Jimi Hendrix. Snilldarmynd.

Happy Gilmore(1996): Þótt ég sé ekki mikill aðdáandi Adam Sandler þá finnst mér samt sem áður þessi mynd alltaf svolítið fyndin. Mér finnst það fyndið að hræra svolítið í golfíþróttinni sem hefur verið einokuð í langan tíma af miðaldra hvítum mönnum sem þykjast eiga leikinn og eru að deyja úr hroka(guðs sé lof fyrir Tiger Woods:). Það er líka ekki til sá maður sem hefur ekki prófað Happy Gilmore stílinn á æfingasvæðinu.

Major League(1989): Ég veit ekki afhverju en ég hef alltaf verið veikur fyrir þessari mynd og horfði á hana ansi oft í æsku. Þarna eru margir skemmtilegir leikarar að leika hafnaboltamenn. Það er aðallega skemmtanagildið sem hækkar þessa mynd úr slorinu, t.d. er skemmtilegt að fylgjast með voodoo manninum Pedro rífast við gamla durginn Harry Doyle um Jesús Krist og Charlie Sheen er skemmtilegur sem fanginn Wild Thing sem kemur inn sem óstjórnanlegur kastari sem kastar helst í mennina, Wesley Snipes er einnig ágætur sem hlauparinn Willie Mays Hays sem safnar leðurhönskum. Framhöldin voru síðan mjög slöpp en þessi stóð fyrir sínu.

Girlfight(2000): Það er áberandi að það virkar best að gera boxmyndir. Michelle Rodriguez er mesta bad ass sem maður hefur séð á tjaldinu síðan Sigourney Weaver var í Alien-myndunum. Nokkuð brútal og raunveruleg mynd um unga stelpu sem á erfitt en ákveður að fá útrás í hnefaleikum og uppgötvar að hún hefur náttúrulega hæfileika í þeirri íþrótt. Þessi sló í gegn á Sundancehátíðinni árið 2000.

A Knights Tale(2001): Svipað og með Gladiator þá ætla ég að stimpla þessa sem íþróttamynd vegna þess að jousting var íþrótt á sínum tíma, kannski bara fyrir riddara en samt íþrótt. Þessi mynd kom mér skemmtilega á óvart, kannski einna helst vegna þess að hún er ekki tilgerðarleg og hún hefur mikið skemmtangildi með ýmsum minnistæðum aukaleikurum og ágætis bardagaatriðum.

He Got Game(1998): Ég hef alltaf verið svolítið hrifin af Spike Lee en ég varð fyrir smá vonbrigðum með hann í þessari. Það er Spike Lee sem klikkar en alls ekki Denzel Washington sem ávallt er magnaður og hér er hann ekki verri í hlutverki föðurs sem fær reynslulausn frá fangelsi til að reyna að hafa áhrif á son sinn í vali hans á háskóla. Sonur hans er leikinn af NBA leikmanninum Ray Allen, sem greinilega hefur aldrei leikið áður og ætti sennilega að halda sig við körfuboltann. Þrátt fyrir kæruleysi Spike Lee í hraðastillingum myndarinnar og í lengd hennar heldur Washington henni fyllilega uppi eins síns liðs.

Ali(2001): Ég var gífurlega spenntur þegar ég frétti það að Michael Mann ætlaði að gera mynd um einn merkasta mann tuttugustu aldarinnar, Muhammed Ali. Svo kom sú frétt að það yrði Will Smith sem myndi túlka Ali og þá varð maður smá stressaður. Útkoman er hinsvegar sú að Will Smith stendur sig frábærlega vel(hans besta frammistaða) en Michael Mann endaði í smá villgötum með myndina og gerði hana full hæga og ómarkvissa. Hann fer klunnalega með íslammálin og vináttu Ali við Malcolm X og samband þeirra. Á endanum er þetta samt fínasta mynd með flottum boxatriðum en hefði mátt vera styttri.

Hér eru svo myndirnar sem mér fannst ekki nógu góðar:

Rollerball(2002)
Bull Durham(1988)
Driven(2001)
Days Of Thunder(1990)
A League Of Their Own(1992)
The Legend Of Bagger Vance(2000)
The Replacements(2000)
The Color Of Money(1986) eina Scorsese myndin sem ég fíla ekki.

Hér er svo eitt atriði sem ég vil að fólk hafi í huga áður en það segir eitthvað.

opin·ion
Pronunciation: &-'pin-y&n
Function: noun
Etymology: Middle English, from Middle French, from Latin opinion-, opinio, from opinari
Date: 14th century
1 a : a view, judgment, or appraisal formed in the mind about a particular matter b : APPROVAL, ESTEEM
2 a : belief stronger than impression and less strong than positive knowledge b : a generally held view
3 a : a formal expression of judgment or advice by an expert b : the formal expression (as by a judge, court, or referee) of the legal reasons and principles upon which a legal decision is based


-cactuz