Hafiði tekið eftir því að í nánast hverri einustu hollywoodmynd þá er enska nánast eina málið sem er talað? Það þarf svosem ekkert að vera slæmt það sem það er nú þeirra móðurmál og skiljanlegt þessvegna.
En það sem mér þykir ekki skiljanlegt er þegar enskan á ekki við en þá er hún samt sem áður notuð. Týpískt dæmi er þegar tveir þýskir herliðsforingjar eru að tala saman…þeir tala ekki þýsku…neinei þeir tala ensku með þýskum HREIM! Jájá eins og það bjargi öllu!
Oftar en ekki eru þetta atriði þar sem eðlilegt og stundum mikilvægt væru að þeir töluðu á þýsku til að aðal-hetjan í myndinni heyrði ekki í þeim eða bara af því að þeir myndu ekkert að vera gera henni til geðs með því að tala ensku fyrir hana!
Hver er ástæðan? Well, mikið af fólki nennir ekki að lesa neinn texta. Bandaríkjamenn eru hvað verstir þegar að þessu kemur og því eru náttúrulega góðar “útlenskar”-myndir með öðru máli en ensku barasta snarað yfir í hollywood formúluna og whoila! Þeir eru komnir með sína “eigin” mynd (The Ring í stað Ringo t.d.)
Síðan var það ákveðið atriði í Lord of the Rings Two towers þar sem að álfatungan var notuð og svona…En bara á kolvitlausum stöðum þar sem hún meikaði bókstaflega engan sens! Ok, stundum voru Aragorn og Legolas að tala saman á álfamáli um hve litla möguleika þeir ættu gegn ógninni sem þeir biðu í Helmsdeep. Þar meikaði sens að þeir töluðu á álfamáli til að hinir vissu ekki hvað þeir sögðu og myndu gefa upp alla von. En á öðrum stöðum virtust þeir bara vera að tala álfamál því það var cool eða eitthvað?nema þeir hafi viljað að Gimli vissi ekki hvað þeir voru að segja…bara stupid!
En já…þessi grein hefur svosem engan tilgang nema bara eitthvað nöldur útí loftið…margir að nöldra útí kvikmyndir þessa dagana á hugi.is/kvikmyndir og ég bara ákvað að bæta við því sem fer mest í taugarnar á mér í kvikmyndum.