Bowling for Columbine Bowling for Columbine - 2002

Leikstjóri: Micheal Moore
Handrit: Michael Moore
Helstu hlutverk: Micheal Moore

Stundum, alltof sjaldan, sér maður svo kraftmikla mynd að maður er hrærður, hissa og reiður en líður samt svo vel. Þá er sannarlega óhætt að segja að meistaraverk sé á ferð. Bowling for Columbine er einmitt það. Meistaraverk. Snilld. Heiðarleg úttekt á helsta þjóðfélagsmeini Bandaríkja Norður Ameríku. Þetta verða allir að sjá.

Hvernig stendur á því að Bandaríkjamenn skjóta hvorn annan eins mikið og raun ber vitni ?
Lítum á smá tölfræði;
Í Þýskalandi, Frakklandi, Kanada, Bretlandi, Ástralíu og Japan eru 973 skotnir að meðaltali á ári. Í öllum þessum löndum samanlagt.

Í hinni BNA eru 11.127 manns skotnir á ári. Afhverju er þetta svona? Hvað er svona mikið öðruvísi við Ameríku og önnur lönd hins vestræna heims?

Eiga þeir svona margar byssur?
Já vissulega gera þeir það, en lítum tildæmis á Kanada. Þar eru tíu milljónir fjölskyldna, og 7 milljónir þeirra eiga byssur. Allt morandi í byssum þar.

Er það atvinnuleysið og fátæka fólkið?
Aftur að Kanada, en þar hefur atvinnuleysi verið tvöfalt hærra heldur en í BNA.

Blóðug saga?
Því er ekki að neita, en harla ástæðan því saga Evrópu er mun meira blóði drifin.

Svarið við spurningunni liggur einhversstaðar annarstaðar, ef það er til. En þetta eru bara staðreyndirnar.

Það sem Micheal Moore hefur gert með þessari mynd er að fjalla um mjög viðkvæm málefni. Aðallega skotárásirnar í Littleton, Colorado. En þetta er málefni sem á skilið umfjöllun og að leitað sé svara. Afhverju gerast svona hlutir?

Mér er illa við að fara of ítarlega í saumana á því sem kemur fram í myndinni, en vill meina að þessi mynd eigi erindi til allra. Þó ekki væri nema til að sjá viðtalið við Charlton Heston, en hann er talsmaður NRA (National Rifle Association). Er þar fátt um svör þegar stórt er spurt.

Að lokum langar mig að koma með smá tilvitnun í myndina, sem gæti átt eftir að pirra einhverja, en læt það flakka;

Vopnaframleiðandi nokkur heldur því fram að land eins og Bandaríkin ráðist ekki á annað land bara vegna þess að þeir séu pirraðir eða reiðir útí þá. Rúllar þá lagið What a wonderful world með eftirfarandi staðreyndalista:
1953: BNA steypir Mossadeq forsætisráðherra Íran af stóli og kemur einræðisherranum Shah að.
1954: BNA steypir lýðræðislega kjörnum leiðtoga Guatemala, Arbenez, af stóli. 200þús borgarar láta lítið.
1963: BNA láta taka Diem forseta Suður Víetnam af lífi.
1963-75: Bandaríski herinn fellir 4milljónir manna í suð-austur Asíu.
1973: 11. September, BNA valda uppþoti í Chile og kjörinn forseti landsins, Salvador Allende er tekinn af lífi. Augusto Pinochet tekur við völdum. 5000 Chile búar myrtir.
1977: BNA styður herforingja í El Salvador. 70þús El Salvadorar og 4 bandarískar nunnur láta lífið.
1980’s: BNA þjálfar Bin Laden og félaga til að drepa Sovétmenn. CIA gefur þeim 3 milljarða bandaríkjadollara.
1981: Stjórn Ronald Reagan þjálfar og styrkir svokallaðar “contras” í Nicaragua. 30þúsund láta lífið.
1982: BNA verður Saddam Hussein úti um fleiri milljarða til að kaupa vopn og drepa Írani.
1983: BNA gefur Írönum vopn til að drepa Íraka.
1989: CIA sendifulltrúinn Manuel Noriega (einnig forseti Panama), óhlýðnast Hvíta Húsinu. BNA ráðast inní landið og fjarlægja Noriega. 3000 Panamabúar falla.
1990: Írak ræðst inní Kuwait með amerískum vopnum.
1991: BNA ræðst inní Írak. Bush kemur einræðisherra Kuwait aftur að.
1998: Clinton sprengjir upp ‘vopna verksmiðju’ í Sudan. Seinna kom í ljós að þar voru verkjalyf framleidd.
1991-Dagsins í dag: Bandarískar vélar gera sprengjuárásir á Írak vikulega. Sameinuðu þjóðirnar telja að um 500þús börn hafi látist tengt þessum sprengjuárásum.
2000-2001: BNA gefa Talibönum í Afganistan $245millijónir í ’aðstoð’.
2001: Sept 11. Osama Bin Laden notar þjálfunina sem hann fékk hjá CIA til að myrða 3000 manns.

Þetta er nokkuð athyglisvert, en ekki nærri eins athyglisvert og myndin sjálf.

Færð ekki betri heimildarmynd.

10/10