Skilgreining: “crap” bíómynd er mynd sem er drasl.

Ég og vinur minn höfum mjög gaman af trailerum í bíó og mætum alltaf tímanlega til að sjá þá. Ástæða þessa er sú að maður getur oft dæmt myndir nokkuð vel út frá “trailernum”. Því er það þannig að ef þú hefur heyrt einhvurn segja talsvert upphátt: “CRAP” eða “Double CRAP” eftir trailer hefur það líklega verið annar hvor okkar.


Hvurnig þekkja má mynd:

Nafnið kemur oft upp um myndina. Nöfn sem ber að varast:
- American eitthvað
- Ef einhvur númer koma fyrir í nafninu þ.e.a.s. þetta er framhaldsmynd
- Star eitthvað

Sögþráðinn er oft hægt að sjá nánast allan í “trailernum”. Söguþræðir sem gætu þýtt “crap” mynd:
- Flestar amerískar háskólamyndir
- Myndir um konur á breytingaskeiðinu
- Drama myndir um eldri karlmenn
- Myndir um ungar konur sem eru ekki enn giftar og eru að fara ná sér í þann eina rétta (bæði gaman & drama)
- Myndin er gerð eftir “metsölubók”
- Myndin er gerð eftir sjónvarpsþætti
- Myndin er endurgerð á gamalli mynd eða “erlendri” þ.e.a.s. ekki amerískri (alveg sama hvað frumgerðin er góð)
- Grín/dellu mynd sem gerir grín að öðrum grín/dellu myndum
- Mynd þar sem er sungið (margar undantekningar)

Leikararnir/starfsliðið geta komið upp um hvort myndin er “crap” eður ei:
- Poppstjörnur (Dæmi: Brittney Spears)
- Módel (Dæmi: Fabio)
- Börn
- Börn
- Börn (þetta er ekki prentvilla, börn eru nánast undantekningalaust bara í “crap” bíómyndum)
- Jerry Bruckheimer (Amerískar vælu/hetjumyndir hæfa ekki íslenskum víkingum)
- Hugh Grant og Whoopi Goldberg (djöfull hata ég þau)
- Sami maðurinn er handritshöfundur, leikstjóri, aðalleikari, framleiðandi og kvikmyndatökumaður

“Trailer” maðurinn, sá sem talar í “trailernum” getur sagt mann hvort myndin er “crap”:
- “More this and more that” (bannorð)
- ef taldar eru upp fleiri en tvær myndir í “frá framleiðendum …” (alveg sama hvaða myndir það eru)



Það eru náttúrulega undantekningar frá öllum þessum reglum. Þannig að endilega EKKI koma með dæmi um myndir sem brjóta þær. En ef meira en ein regla er brotin eru líkurnar á að myndin sé “crap” orðnar yfirgnæfandi og þá er ekki gott að eyða milljón og 8 krónum í að sjá hana í bíó.

Endilega bætið við þessar reglur um “crap” myndir til að fólk komist hjá því að sjá drasl myndir í bíó.