Groundhog Day Groundhog Day fjallar um veðurfræðinginn Phil Connors. Hann er með fínum orðum sagt egoisti og algjör leiðindaskarfur. Einn dag þarf hann að fara í vinnuleiðangur til smábæs. Þar er haldinn þá svokalliði “Groundhog Day” og á þeim degi spáir “Groundhogurinn” dyrir hvenær veturinn hættir. Þetta er fjorða skiptið að Phil fer í þennan leiðangur og er hann ekki í uppáhaldi hjá honum. Hann ætlar að drífa sig strax heim aftur seinna um daginn til að komast úr þessu “skítaplace-i”.

Þegar hann er búin að taka upp athöfnina frægu drífir hann sig með starfsliðinu en þá kemur upp að það er ófært. Þá verður hann að snúa aftur til smábæsins og gistir þar um nóttina. Þegar hann vaknar þar næsta dag fattar hann að hann upplifir sama daginn aftur og aftur.

Bill Murray fer á kostum í hlutverki Phil Connors. Andie MacDowell (Four Weddings and an Funeral) leikur ágætlega á móti og einnig fer Chris Elliot (Something about Mary) á kostum.

Handritshöfundar standa sig vel og fara vel með þessa frábæru hugmynd.
Harold Ramis (Analyze This og That) er orðinn einn af mínum uppáhalds grínmynda leikstjórum og leikstýrir hann hér að venju mjög vel.

Einhver sagði við mig að þessi mynd hafi algjörlega klúðrað þessari góðri hugmynd. Þ.e.a.s farið út í væmni o.s.frv. Það finnst mér persónulega fáranglegt. Að myndir mega ekki vera hugljúfar án þess að vera taldnar væmnar.

Groundhog Day er hugljúf, bráðskemmtileg og fyndin mynd sem ég mæli hiklaust með.

**1/2+/****