Ofurhetju-myndir 1978-2002
Í grein minni „myndasögur í kvikmyndum“ sem send var á myndasögur fjallaði ég um það hvernig myndasögur hafa haft áhrif á kvikmyndir dagsins í dag. Fastur liður svokallaðra myndasögumynda eru ofurhetju-myndirnar sem hafa e.t.v notið mestrar velgengni og hafa gert margar persónur í kvikmyndum ógleymanlegar.
Superman (1978) ****
Að mínu mati er Superman allra besta ofurhetjumyndin enda er hún alger klassík og hefur enn í dag áhrif á margar kvimyndir sérstaklega vísindaskáldskap og spennumyndir. Á sínum tíma var það reyndar ekki ágæti myndarinnar sem gerði hana vinsæla heldur voru tæknibrellurnar nógu geggjaðar og byltingarkenndar (miðað við sinn tíma að sjálfsögðu) að þær eru límdar við heila minn og gerðu það ef till vill hjjá fleirum árið 1978. Myndin varð líka fræg út á það að Marlon Brando setti skondið met því að hann heimtaði að fá fim milljónir dollara fyrir frammistöðu sína sem Jor-El(faðir Supermans) en hann kom fram í myndinni samfleytt í um það bil tvær mínútur, svo fór hann í mál til að fá féð svo það er greinilegt að náunbginn var nottlega geggjaður gamal kall. Einnig heimtaði hann að ´fa að birtast fyrst í kredittextunum sem tóku nákvæmlega 7 ½ mínútu að rúlla yfir skjáinn. Þó savo að myndin hafi ekki á sínum tíam fengið nógu góða dóma hefur viðhorf til hennar breyst og margir halda því fram að hún sé ennþá besta ofurhetjumyndin.
ps. Gene Hackman brillerar sem Lex Luthor
Superman 2(1980) ****
Í byrjun fyrri myndarinnar mátti sjá Jor El dæma yfir þrem glæpamönnum frá plánetunni Krypton. Þegar dómur er úrskurðaður er þeim komið fyrir í efar einkennilegur (en svölu) fangelsi . Í Superman 2 þarf hann að slást við þessa gauraog þar sem þetta er framhald er manno dembt beint í hasarinn og eflaust finst þeim sem fíla þannig myndir þessi betri. Það var alltaf skipulagt að gera Superman 2 en af einhverjum ástæðum þurfti að skipta um leikstjóra í miðju kafi. helmingi fyrri myndarinnar var varið í uppbyggingu persónanna og því gafst ekki eins mikill tími fyrir margt sem kemur hér inn og hiottir beint í mark eins og t.d. sambsandið milli Lois Lane og Clark Kent . Það er reyndar ekki sama andrúmsloft yfir þessari eins og í Superman svo kannski munu einhverjir sakna þess en myndin er bráðskemtilegpg skipar sig í hóp betri framhalda.
Superman 3 (1983) **
Hann var farin að þreytast í þessari og það var kennski ástæðan fyrir því að það var reynt að hressameir upp á gamanmálið og það heppnaðist afarvel en margt annað hefur annaðhvort áður komið fram í Superman myndunum eða þá að þaðer hreinlega illa gert en sem betur fer voru hlutirnir góðir miðað við margt sem kom út á þessum tíma. Myndin skilur samt soldið eftir sig og er langt frá því að vera leiðinleg, samt skiðar hún sig ekki í hóp klassamynda eins og Superman 1 og 2
Superman 4: quest for peace
hræðilegur endir á þessa yndislegu seríu en dágoot klúður, peningasóun og eitthvað þvíumlíkt. Það var mjög erfitt að horfa upp á svartar útlínur kringum leikarana illmenni í rauðum samfestingum og óeðlilega heimskan söguþráð. Superman 4 minnir mig solítið á hina ömurlegu Casino Royale sem var endalaus sóun á hæfileikum. Gene Hackman vildi ekki leika í Superman 3 og henn hefði aldrei átt að taka þátt í þessu nánast allt er svo lélegt að þaðer fyndið svo að þegar maður sér þetta er maðurað grenja ú r hlátri en það gerir hana ekkki hótinu skárri. Einnig var leiðinlegt að horfa upp áþað hvernig tónlistin var ér notuð. Tónlistin hér er með þeim betri sem ég hef heyrt í kvikmyndum og smellpassar alltaf á sínum stað, hér er henni skotið í þar sem hún passar alls ekki og gerir ekkert nema að angra mann. Mæli ekki mað þessari nema fyrir mikla aðdáendur.
X-men (1999) **
Það er skrýtið hvað sumir hata þessa mynd því húner að mínu mati ekkert svo slæm en hún olli mér samt vonbrigðum. Ég hef lesið mikið af X-Men myndasögunum og finnast þær bar fínar og mér fanst myndin skila karakterunum vel frá sér en þessi söguþráður var fáránlega slappur og myndin varfull af fáránlegum setningum eins og
„Do you know what happens to a toad that is struck by a lightning – HA the same that happens to evrybody else“ ARG þetta var svo stupid, stupid your stupd minds. Þetta undirstrikaði það og sannaði að myndin var hugsuð fyrir börn og það var jafnvel enn augljósara í Action-atriðunum sem voru flest helvíti illa gerð. En eins og áður sagði skilaði hún persónunum vel frá sér, Wolverine var frekar skemmtilegur, Professor X er alltaf klassískur Cyclops var ömurlegur (í myndinni að sjálfsögðu), Jean Grey naut sín, storm var fín og Toad klikkaði ekki. Allir sýndu ágætis leik en stjörnuleikurinn er hjá gaurnum sem lék Magneto sem var túlkaður snilldarlega. En hápunktur myndarinnar var byrjunaratriðið.
Batman (1989) ***
ég hef aldrei verið alveg fyllilega sáttur við þessa mynd. Ég er mjög mikilll aðdáandi myndasagnanna um Batman og þess vegna fannst mér það fúlt að Batman væri gerður að svona miklu ilmenni. Myndin var alltof dimm þannig að alltí stíl leikstjórans naut sín en það hentaði ekki alveg sögunni. Myndin er samt mjög, mjög skemmtileg og Batman er mjög dauflega leikin af Michael Keaton en Jack Nicholson sýnir æðislegan og óaðfinnanlegan leik sem the Joker
Batman Returns (1991) ***
Þetta framhald var frekar ólíkt fyrri myndinni en hafði flest sér til ágætis en nú er miður búið að gera Batman að enn meira illmenni. Ég er allsekki sáttur við það en myndin er að mörgu leyti mjög vel gerð og Michelle Pfiefer stendur sig frábærlega sem kattarkonan og Danny DeVito er ajfnevel enn betri sem the penguin. Það sem mér þótti betra hér yheldur enn í Batman var að þessi nýtur sín betur sem ofurhetjumynd, hér er meira af mögrum klassískum og yndislegum klisjum sem einkenna ofurhetjumyndir og það er bráðskemmtilegt .Michael Katon er líka orðinn skárri og hefði getað orðið frægur og vel nýttur leikari hefði hann ekki bara haldið áfram í ruslemyndum.
Batman Forever (1995) *
Afturför í Batman-myndunum og hefði getað orðið æðisleg grínmynd en þess í stað kemur þreytandi en forvitnileg spennumynd með gaman-ívafi. Val Kilmer sýnir enn verri tilþrif en Keaton gerði í fyrstu myndinni og það bætir ekki úr skák kemur Robin sem inn í aljörlega að óþörfu en samt er hannfínn karakter sem naut sín alveg í myndinni hann bara passaði ekkert inn í myndina. Two-Face og the Riddler eru báðir leiknir æðislega og Jim Carrey sýnir svo góð tilþrif að hann hefði alveg eins getað komið til greina sem jókerinn. Söguþráðurinn er ekki sem verstur en flesta allt annað er bara rusleknnt.
Batman and Robin (1999)
afturför í sögu kvikmyndanna sem er ruslkennt og afspyrnuleiðinlegur þvættingur frá helvíti. Það þarf ekki að segja neinum einasta manni að þetta er versta ofurhetjumyndin og það er mikið að kenna lekstjóranum sem var á bólakafi í Kóakaíni og þessháttar efnum. Það er kkert sem má teljast gott í myndinni nema Uma Thurman hún er án efa senuþjófurinn en reisir myndina samt ekki hátt úr tómleika hennar og .
Mask (1994) ****
Jim Carrey er einn besti leikari sem ég hef komið augu á og þetta er ein hans besta mynd hann stendur sig svo æðislega að maður fer að líkja honum við Robert DeNiro sem ekki leikur persónuna heldur breytir sér í hana. Söguþráðurinn er mjög frumlegur miðað við margar ofurhetjumyndir og hér er það ekki þannig að maðurinn vinnur við skrifstofustörf á daginn og gerist bjargvættur á næturna. Núi er gaurinn ofurgaur án þess að vita nokkuð af því og það finnst mér skemmtilegt. Mér finnst líka hugmyndin skemmtileg að hver sem er gæti verið ofurhetja bara með hjálp þessarar grímu svo það þarf ekki að vera neinn útvalinn náungi í sokkabuxum. Þegar myndin kom fyrst ú t var búist við einhverri ægilegri aula grínmynd en þess í stað kom þetta vel skrifaða, fyndna og frumlega stykki.
Spiderman (2002) ***
Spiderman á hrós skilið fyrir að vera með þeim ofurhetjumyndum sem fara mestnáið eftir myndasögunum. Þessi mynd er án efa ein af betir ofurhetjumyndum. Það sem er skemtilegast er að sjá hversu vel myndin er stílfærð tæknibrelurnar eru geðveikar, Það er eiginlega allt sem annaðhvort er cool eða skemmtilegt. Þó er myndin aðeins og Amerísk það er aðeins of mikið af klisjum sem eru leiðinlegar og svoleiðis en það böggaði mig ekkert mikið. Það sem hvisvegar hefði getað verið miklu betra var seinni hluti myndarinnar. Fyrir hlé er mjög gaman að sjá hverngi Peter Parker varð Spider-man þar er allt fullt af fyndum senum og spennandi. Efitr Hlé fer hún hinsvegar að þreytast og stunum er hún ekkert að virka á mann enheildin er góð og stórskemmtileg.
Þanig var nú það. Enn eiga eftir að koma margar ofurhetjumyndir sem ég vona að heppnist vel. Ég fer á Daredevil á þriðjudaginn á Nexus forsýningu svo skrepp ég að sjálfsögðu á Hulk eftir Ang Lee og svo frétti einhverstaðar að Fantastic four væru væntnalegir á hvíta tjaldið