Hér koma nokkrir hlutir sem mér finnst annað hvort pirrandi, óraunverulegir eða bara asnalegir:

Í James Bond myndum og öðrum spennumyndum er mjög oft þannig að t.d. er aðalhetjan með eina skambyssu á meðan það eru sjötíu vondir gaurar með tætara að bomba á hann en samt nær aðalhetjan að skjóta þá alla og sleppa með eitt skot í fætinum. Þetta finnst mér nú bara einum of!!


Í öllum (flestum) kvikmyndaauglýsingum er þessi dimmraddaði gaur sem segir frá myndinni, ég er nú ungur strákur og hef ekki séð margar myndir en mér þætti gaman að sjá hvenær þetta byrjaði, því það er enn verið að gera þetta í dag.

Það er mjög oft, að vondi kallinn í bandarískum myndum (sérstaklega James Bond) er ekki amerískur. Eins og í Bad company og Dr.No. Hver kannast ekki við það atriði þegar aðalhetjan er bundin við stól og þýskur eða franskur maður yfirheyrir hann?


Vona að þið hafið haft gaman af þessu og þið svarið greininni
kveðja, gvendurf