Ég er ein fjölmargra Star Trek aðdáenda og hef reynt að fylgjast með þeim án þess þó að vera algjörlega forfallinn Star Trek fíkill. Um daginn fór ég á nýju myndina Star Trek Nemesis og hafði nokkuð gaman af að rifja upp kynni mín af Data o.fl. úr áhöfn Enterprise. Nú í dag las ég moggan eins og aðra daga og rak augun í bíógagnrýni um Nemesis og varð ég hlessa, 1 og hálf *. Datt mér í hug að Hildur nokkur Loftsdóttir væri þar á ferð en ég hef tekið eftir því í gegnum tíðina að hún hefur ekki gefið myndum í þessum flokki góða gjöf. Leit ég niður að nafni höfundar og viti menn var það ekki Hildur vinkona mín.
Allt í lagi með það og hóf ég þá lesturinn á gagnrýni hennar og byrjaði hún þessu orðu, Þar sem ég er nú ein af þeim sem hef lítið dálæti af Star Trek… Halló hvers vegna í and… er hún þá að gagnrýna þessa mynd?? Hún er strax búin að missa traust mitt þarna en ég held áfram. Næst kemur grófur söguþráður myndarinnar sem er allt í lagi. Á eftir kemur hún með tilvitnun í móður eina sem hafði farið með krakkann sinn á þessa mynd :) ha ha voða fyndið. Ég spyr, er þetta sá hópur sem fer á svona myndir? NEI. Annars sagði þessi móðir að sér fyndist þetta vera eins og langur Star Trek þáttur.
Bíddu nú við, er þetta ekki Star Trek mynd? Jú, jú myndin heitir Star Trek Nemesis og átti ég því von á því að þetta yrði í líkindum við Star Trek þættina annars hefði ég orðið ósáttur við myndina. Hildur talar um upphafsatriðið í myndinni en þar eru menn í “gamaldags klæðnaði” og fannst henni það óviðeigandi en ef hún hefði haft smá vit á Star Trek og sérstaklega á Enterprise þá eru oft atriði þar sem áhöfnin fer til gamla tímans til að slaka á. Þetta atriði var brúðkaup.
Að lokum kemur hún með útlistun á boðskap myndarinnar, frumleika og tækni og rakkaði það líka niður(eins og hún gerir við flest allar framtíðar myndir sem ég hef séð hana gagnrýna). Mín skoðun er sú að Star Trek Nemesis sé ágætis skemmtun og fín viðbót í safn Star Trek myndanna.
**1/2 af ****