The Ring (2002) Titill myndar : The Ring
Lengd myndar : 115 mín
Leikstjóri : Gore Verbinski
Aðalhlutverk : Naomi Watts, Martin Henderson og David Dorfman
Handrit : Ehren Kruger
Tegund : Spennu, hryllingur, drama og thriller
Framleiðsluár : 2002
Tagline : Before you die, you see the ring
Bandrarísk


***ATH ! Grein getur innihaldið spoilera eða upplýsingar sem ekki koma fram í trailernum !***
Áður en ég fór á The Ring, var ég nokkuð efins um útkomu hennar (Var ekki búinn að sjá upprunalegu og Kanar eru víst þekktir fyrir að eyðileggja góða hluti…(Er ekki með nein dæmi í augnablikinu, allt horfið úr höfðinu)). Því kom það mér á óvart að myndin var í raun hin fínasta skemmtun, hún hélt mér og kunningjum mínum allavega á sætisbrúninni allan tímann.


The Ring fjallar stuttlega um myndband sem er í umferð, sem vill svo til að lendir í höndunum á fréttakonunni Rachel, hún hafði nýverið heyrt af þessu myndbandi og ákveður því að athuga hvað væri til í þessum sögusögnum, stuttu eftir að horft er á myndbandið hringir síminn og tilkynnir rödd í símanum að þú eigir einungis sjö daga eftir…
Fjallar myndin síðan um tilraunir Rachel til að athuga hvaðan þetta myndband kom og hver gerði það.

Naomi Watts er fín í hlutverki blaðakonunnar Rachel, þó mér hafi ekki fundist hún sýna neina svakalega var hún alveg þolanleg, en hún varð fræg fyrir leik sinn í mynd David Lynch, Mulholland Drive. Martin Henderson lék nú nýlega í hinni misheppnuðu mynd John Woo, Windtalkers.
Martin leikur Noah, fyrrverandi kærasta / eiginmann? sem er víst sérfræðingur í myndböndum og gerð þeirra, Martin fannst mér (veit ekki af hverju) skemmtilegur í hlutverki Noah.
Loks leikur David Dorfman son Rachel, Aidan. Þessi krakki fannst mér pirrandi þegar ég sá trailerinn og ekki batnaði að þurfa að horfa á hann í nær tvo klukkutíma. Aidan lék síðast í Bounce og kemur okkur næst fyrir sjónir í The Texas Chainsaw Massacre og The Singing Detective.
Gore Verbinski leikstýrði síðast The Mexican og þar áður myndinni Mouse Hunt, Gore heldur vel í taumana og dregur kannski ekki það besta úr leikurunum en nóg til þess að maður sé sáttur með útkomuna.
Ehren Kruger sá um handrit The Ring, þessi maður er nú ekki beint sá besti og til að sýna fram á það skrifaði þessi maður handritið að Reindeer Games og Scream 3. Því kom það mér á óvart hve vel tekst upp hér miðað við fyrri “afrek” hans.


The Ring er fín hrollvekja og fékk a.m.k. hárin til að rísa á mér og kunningjum mínum og var augljóst að fólk var spennt þar eð sætin titruðu mest alla myndina.
Mæli með þessari mynd fyrir fólk sem þorir og vill sjá aðeins öðruvísi endi en hjá þessum Könum yfirleitt.
***/****