Gengi krónunnar hefur verið að styrkjast. Samt hefur verið innanlands á DVD haldist óbreytt. Hinsvegar hefur orðið mun hagstæðara að panta diska að utan. Af því tilefni tel ég þess virði að við rifjum hér upp kynni okkar af hinum fjölmörgu netverslunum sem selja slíkan varning.

Sjálfur hef ég lang mest verslað við Play.com. Hafa þeir aldrei brugðist mér og mæli ég óhikað við að kaupa R2 diska frá þeim. Sjálfur lenti ég í smá basli með R1 disk sem ég reyndi að kaup frá þeim, hann tók óratíma að koma til landsins, en það verður að skrifast á póstinn frekar en Play.
Þá hafa þeir boðið mjög hagstætt verð. Sendingarkostnaður er svo innifalinn í því og þarf fólk að hafa í huga að þeir senda hvern disk sér (sama þótt margir séu pantaðir samtímis) strax og hann er tilbúinn.
Sendingar frá þeim koma nánast undantekningarlaust innan við viku eftir að pantað er (um 5 virkum dögum seinna) og þá sjaldan þeir skila sér ekki þá senda þeir umorðalaust annan disk eftir 14 daga. Bara senda þeim mail og segja þeim frá því. Eina vandamálið við þetta er að skráð verð á þeim diski (sem þeir senda í staðinn) er 0 pund, sem tollurinn sættir sig lítið við. Ég þurfti að gera mér ferð og sannfæra þá um hvað raun verð disksins væri svo þeir ‘áætluðu’ það ekki bara. Það gekk svo sem ágætlega ef undanskilið er það að ég þurfti að fara upp á Höfða.

Amazon.com hef ég einnig skipt við og hef ekkert nema gott um þá að segja. Allar pantanir skila sér á eðlilegum tíma. Hef ekki þurft að leita til notendaþjónustu þeirra en óhætt ætti að vera að treysta þeim. Panta að jafnaði R1 diska frá þeim, þá sjaldan sem ég vill fá R1 disk sérstaklega.