4. Desember síðastliðinn var gefið út á DVD í Bretland Buffy The Vampire Slayer fyrsta tímabilið. Fyrir þá sem ekki vita þá byrjaði Buffy The Vampire Slayer (BTVS) á miðju sýningartímabili hjá sjónvarpsstöðinni The WB fyrir rúmum 5 árum síðan þegar sýningum á ákveðnum sjónvarpsþætti var hætt. Josh Whedon, handritshöfundur á m.a. Speed og Alien 3 tók að sér skrif á þættinum þar sem aðstandendur samnefndrar bíómyndar sáu bersýnilega að þetta gæti e.t.v. orðið afbragðs sjónvarpsefni.
Ég byrjaði sjálfur að fylgjast með BTVS á fjórða tímabili þar sem þættirnir voru aðgengilegir á netinu (stöð 2 er að sýna tímabil 2). Í sjálfum sér bjóst ég ekki við miklu, fannst þetta frekar “lame” og hélt að þetta væri fyrir táningsstúlkur á gelgjuskeiðinu. Tja, félagar mínir komu í heimsókn og voru að leita sér að einhverju efni til að glápa á um kvöldið. Þeir voru í einhverju flipp stuði svo að þar sem þeir fundu ekkert ákváðu þeir að taka þessa fjóra þætti sem ég hafði náð í af fjórðu seríu og glápa snöggvast á það. Þeir fóru hlægjandi út, segjandi að þetta yrði örugglega hundfúlt. En viti menn, viku seinna hringdi ég í þá og spurði þá hvað þeir væru að gera, þetta var á föstudegi, þá voru þeir komnir saman 3 heima hjá einum búnir að leigja allt tímabil 1 og tímabil 2 frá Nexus á videóspólu. Ég vissi ekki hvað ég átti að halda. Þeir buðu mér í heimsókn og tjáðu mér að þetta væri eitt besta sjónvarpsefni sem þeir höfðust komist yfir fyrr eða síðar. Ég átti bágt með að trúa því. Ég ákvað að slá til og prófa að horfa á þetta. Viti menn, þessir þættir eru hin argasta snilld, þá er ég ekki að meina vegna þess að Sarah Michelle Gellar er einhver megabeib heldur vegna þess að persónusköpun, saga, húmor og allt í kringum þetta er meiriháttar snilld. Ég hef aldrei áður verið eins háður sjónvarpsþáttum sem þessu, þetta er betra en Friends (úff, nú verð ég fleimaður :). Persónur eru eftirfarandi:
1. Buffy - Sarah Michelle Gellar
- í heiminum er ávallt til einn vampíru slayer, manneskjan skal berjast gegn illum öflum, manneskjan fæðist ekki með kraftana heldur fæðist sem “the chosen one” og um leið og einn slayer fellur flytjast kraftarnir á milli. Buffy er saklaus táningsstúlka sem er að berjast við gelgjuskeyðið, eignast kærasta, sætta sig við að þurfa að fórna ánægjum lífsins fyrir það eina að vera slayer.
2. Alexander “Xander” LaVelle Harris - Nicholas Brendon
- Xander kemur inn á fyrsta tímabili, hann gengur í sama skóla og Buffy, hann er eins konar “jesterinn” í þáttunum, eiginlega “the silly guy”, Nicholas Brendon sem persónan Xander hefur náð að heilla marga upp úr skónum með afbragðsleik í þáttunum. Hann er ennþá í þáttunum.
3. Willow Rosenberg - Alyson Hannigan
- Hver man ekki eftir stelpunni í American Pie, þessi óþolandi, sem sagði ekki annað en “One time in band camp…”, það tók mig langan tíma að venjast henni í þáttunum því að ég hafði séð American Pie áður en ég sá BTVS. Willow er besta vinkona Buffy, hún er jafnframt í genginu sem “nördinn” og aðstoðar við að afla upplýsinga um ýmsa djöfla er þeir koma fram. Hún er algjör dúlla og það er frábært að fylgjast með henni í þáttunum.
4. Rupert Giles - Anthony Head
Rupert er það sem kallast “The Watcher”, einstaklingur skipaður frá “The Watchers Counsil” í Stóra Bretland til að annast þjálfun og eftirlit á hverjum slayer fyrir sig. Mikil hefð ríkir fyrir starfi sem slíku í Bretlandi og heilu ættliðirnir gegna þessu starfi. Anthony Head er frægur fyrir mörg leikrit í Bretlandi, hann leikur sjaldan í bíómyndum og var þetta eitt af hann fyrstu hlutverkum í bandarískum sjónvarpsþáttum. Rupert er bókasafnsfræðingur, oftast utan við sig og mjög skoplegur.
5. Angel/Angelus - David Boreanaz
- Angel kemur fram í fyrsta tímabili sem náungi sem oft kemur Buffy til aðstoðar við ýmis verkefni. Angel og Buffy lenda síðar í ástarævintýri sem á eftir að verða þeim dýrkeypt.

Ég gæti haldið endalaust áfram og sagt ykkur hitt og þetta en það myndi fyrst og fremst eyðileggja fyrir ykkur þá stökustu ánægju við að njóta þessara fræknu þáttaraða. Í dag er verið að sýna fimmta tímabil af BTVS á The WB sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum, þættirnir eru orðnir svo vinsælir að Angel/Angelus er kominn með sýna eigin þætti. Angel þættirnir eru ögn öðruvísi heldur en BTVS þar sem hann býr í Los Angeles og meira er af ofbeldi, kynlífi og blóði í þáttunum hans.

Í DVD settinu er hægt að finna 3 diska sem innihalda hvor um sig 4 þætti á hverjum disc. Hver þáttur er um 40-45 mínútur, þannig að lauslega er þetta um 540 mínútur af stórskemmtilegu áhorfsefni. Auk þess sem hægt er að horfa á þættina með handritshöfundinum Josh Whedon. Einnig er mikið um aukaefni eins og viðtöl, á bak við tjöldin og “trailers”. Gef þessu 5/5 í einkun.

Kveðja
ScOpE