Þeir sem hafa verið að rífast út af MI 2 og sérstaklega þar sem fólk segir að það hafi séð þetta áður í Matrix skulu hugsa sig tvisvar um, áður en þeir skjóta sig í löppina. Fyrst og fremst, Matrix hefði aldrei orðið til eins og hún er núna ef ekki hefðu verið til tvennt: Hong Kong hasarmyndur og Anime. Bræðurnir sem gerðu myndina, sögðu sjálfir í viðtali að þeir hefðu verið “influenced by ” Hong kong hasarmyndum og Anime (sem þeir kölluð Japanimation sem er í raun sami hluturinn). Ef John Woo hefði ekki verið til, þá hefði Matrix verið allt öðru vísi og án Anime þá hefði söguþráðurinn verið frekar tómur. Þannig í stað þess að ávíta John Woo og “klisjukenndu” aðferðir hans skuluð þið hugsa út í það að Matrix var ekki að gera eitthvað nýtt (nema það að sameina allt það gamla í eitt stórt og gott plot með excellent myndatöku og atriðum.).

En þið megið aftur á móti gagnrýna Tom Cruise eins og þið viljið, hann er alltaf samur við sig.
[------------------------------------]