Þessi grein segir aðeins frá árunum 1930 - 1976 í lifi Clint Eastwood´s. Ég Skrifa svo framhald að þessu seinna.
Clint Eastwood er einn af vinsælustu og frægustu leikurum kvikmyndasögurnar. Hann hefur leikið eftirminnilegar perónur eins og The Man With No Name og Dirty Harry. Þessar persónur ásamt fleiri hafa heillað áhorfendur um allan heim og gert hann að þeim manni sem hann er í dag.
30. maí árið 1930 fæddu Eastwood hjónin Clinton og Ruth Eastwood son, soninn nefndu þau Clint Eastwood Jr. Það bjóst væntanlega enginn að Clint Eastwood yrði eftir að vera leikari, stjarna og óskarsverðlaunahafi, sérstaklega þar sem fjölskyldan var frekar fátæk og flutti mikið á milli staða vegna atvinnuleysi húsbóndanns.
Seinna lærði Clint Eastwood í Oakland Technical High School og útskrifaðist þaðan árið 1948, á þeim tíma hafði hann engann áhuga á leiklist. Árið 1949 gékk hann í herinn, þann bandaríska auðvitað, þess má geta að hann lét næstum lífið í flugslysi meðan hann var í hernum, sem betur fer slapp hann lifandi úr því. Eftir að hann losnaði úr hernum ákvað hann að mennta sig meira. Hann gekk í Los Angeles Borgarháskólann og lærði viðskiptafræði. Hann aflaði sér peninga með allskonar “skítajobum” eins og að grafa fyrir sundlaugar og fleiri útistörf. Á þeim tíma giftist hann framtíðar konu sinni Maggie Johnson.
Vinum hans fannst hann vera leikari í sér, þeir kvöttu hann til að reyna við leiklist. Einn daginn lét hann á það reyna. Hann fór í Universal Studios í áheyrnapróf, fólki leist vel á hann og fékk hann hlutverk í hryllingsmyndinni “The Revenge of The Creature” sem var b - mynd. Eftir hana lék hann í fleiri b - myndum eins og “Tarantula”, “Lady Godiva” og “Francys in the Navy” og fleiri myndum.
Universal Studios riftuðu síðan samninginum við hann því þeim fundust þeir ekki hafa not fyrir hann, það gerðist árið 1958. Hann gerði svo samning við b- myndafyrirtæki að nafni RKO, þar lék hann í myndunum “Escapade in Japan” og “The First Travelling Saleslady”. Þessar myndir fögnuðu ekki velgengni eins og aðrar myndir fyrirtækisins og fór það á hausinn. Hann fékk síðan hlutverk í vestra frá útgáfufyrirtækinu 20th Century Fox að nafni “Ambush at Cimarron Pass” árið 1958.
Eftir hana fékk hann ekkert hlutverk og var hann því kominn í útistörf aftur. Það leit út fyrir að leikaraferli hanns var lokið en hann fékk hlutverk í kúreka - sjónvarpseríu sem fékk góða dóma.
Árið 1964 var honum boðið hlutverk í myndinni “A Fistful of Dollars”, hann hafði ekki mikinn áhuga í fyrstu en þegar hann hafði lokið við að lesa handritið tók hann við hlutverkinu. Myndinni leikstýrði snillingurinn Sergio Leone, þetta var jafnframt hans fyrsta mynd. Þetta var ekki Hollywood mynd heldur Ítalskur vestri, í myndinni leikur Clint “The Man with No Name” sem varð svo geysivinsæl persóna. Myndin sló í gegn í Evrópu og var því ákveðið að gera framhald, framhaldsmyndin hét og heitir “For a Few Dollars More”. Sergio Leone leikstýrði einnig þeirri mynd. og fékk hún enn betri viðtökur heldur en ”A Fistful of Dollars“.
Þriðja mynd seríunnar var svo gerð, sú mynd er ein sú besta sem ég hef séð og er án efa besta mynd þríleiksins. Sama fólk stóð að þessari mynd og þeirri fyrri þ.e Clint Eastwood, Sergio Leone og Ennio Morricone sem semur tónlistina. Myndin hét ”The Good the Bad and the Ugly“.
Clint Eastwood fékk borgað 250.000 $ sem þótti mikið á þessum tíma og var það fjórum sinnum hærri laun heldur en í hinum tveimur til samans. Myndin olli sko ekki vonbrigðum og töldu margir hana vera meistaraverk. Í myndunum þremur klæðist hann yfirleitt hettuslæðu, með hatt og vindil í munvikinu og er gaman að segja frá því að hann notaði sömu hettuslæðuna í öllum myndunum án þess að þvo hana.
Nokkru seinna voru myndirnar sýndar í Bandaríkjunum, gagngrýnendur töldu myndirnar lélegar en talið er það sé vegna mikils og mun grófara ofbeldis heldur en tíðkaðist á þessum tíma. Þess má geta að framleiðendur myndinna sögðu það opiberlega að þeir væru orðnir leiðir á gervilegum vestrum sem ekkert blóð sæist í. Aftur á móti elskuðu áhorfendur myndina og Clint Eastwood var því orðin stjarna.
Fysrsta ”alvöru“Hollywood myndin sem hann lék í kom út árið 1968, það var vestri að nafni Hang'em High. Gagngrýnendur hökkuðu hana í sig eins og margar aðrar myndir frá honum. Ég á eftir að sjá þessa mynd eins og margar aðrar frá ”Clintinum“ og get ég því ekkert sagt um þessa mynd.
Á sama ári lék hann í myndinni ”Coogan's Bluff“ sem er talin vera góð mynd. Þar vann undir leikstjórn Don Siegel sem átti eftir að vera persónulegur vinur hans og sá leikstjóri sem hann ynni mest með.
Ári seinna lék hann í seinni heimstyrjalda-myndinni ”Where Eagles Dare“ sem er virkilega góð og skemmtileg mynd. Myndin Fjallar um leiðangur Bandarískar sérsveitar að bjarga hershöfðingja sem er í haldi Þjóðverja.
Seinna á árinu lék hann í söngvamyndinni ”Paint Your Wagon“, ég á eftir að sjá þessa en á erfitt með að ímynda mér Clintinn í söngvamynd. Árið 1970 lék hann í annari seinni heimstyrjaldar mynd, hún hét ”Kellys Heros“.Næst lék hann í ”Two Miles For Sister Sara“ sem er rómantískur vestri. Myndin er ágætis afþreying en ekkert meira en það. Í myndinni vann hann í annað sinn undir leikstjórn Don Siegel.
Árið 1971 lék hann í nokkrum myndum, hann byrjaði á ”The Beguiled“ sem ég hef heyrt margt gott um. Þetta var í þriðja sinn sem hann lék undir leikstjórn Don Siegel. Í myndinni leikur hann særðann hermann sem er tekinn inn í stelpuskóla. Myndin sló í gegn í Evrópu en gekk illa í Bandaríkjunum. Sama ár leikstýrði hann sinni fyrstu mynd, myndin hét ”Play Misty For Me“ og er rómantísk - hryllingsmynd. Fín mynd þar á ferð.
Sama ár lék hann ú myndinni ”Dirty Harry“ sem er hanns þekktasta og frægasta mynd. Hann fór með hlutverk löggurnar Harry Callahan sem er kallaður Dirty Harry. Myndin fjallar um eltigaleik Dirty Harry við brjálaðan morðingja sem kallar sig Scorpio. Myndin sló í gegn á heimsvísu en myndinni leikstýrði góðkunnigi Clint´s, Don Siegel. Myndin þykir vera virkilega góð og er ein af þessum klassísku - góðu hasarmyndum. Sienna voru gerð fjögur misgóð framhöld af myndinni.
1972 lék hann í tveimur vestrum, það voru þeir ”Joe Kid“ og ”High Plains Drifter“. Sá fyrrir var ekert sérstakur en sá seinni virkilega góður en hann leikstýrð henni ásamt því að leika.
Ári seinna kom út nokkuð vel heppnað framhald af ”Dirty Harry“, sú mynd hér ”The Magnu Force“. Myndin fékk nokkuð góðar viðtökur.
1974 lék hann í myndinni ”Every Wich Way But Loose“ sem er nokkuð skemmtileg gamanmynd um mann sem þénar pening með því að skora á mann í slag.”The Eiger Sanction“ var næst á dagsrká hjá honum, myndin þykir ekkert sérstök og fólki líkaði ekki við hana.
Næst tók hann við hlutverki í myndinni ”The Outlaw Josie Wales" sem er góður vestri. Hann leikur mann að nafni Josie Wales sem eltir upp menn sem drápu fjölskylduna hans. Myndin var ódýr í framleiðslu og halaði því inn miklum pening. Þess má geta að flestar myndir hanns voru ódýrar í framleiðslu og græddu myndirnar því yfirleitt slatta.
Ég afsaka innslátta, stafsetninga, málfræði og staðreyndavillur.