Mikill munur á góðri mynd og skemmtilegri mynd
Góð mynd einkennist af t.d. góðum leik, góðri leikstjórn, góðri myndatöku, góðri klippingu o.s.frv. (samankomið þ.e.a.s.) og auðvitað meginhluturinn sem skiptir máli, gott handrit.
Góð mynd þarf ekki að vera skemmtileg.
Skemmtileg mynd er allt annar hængur. Mynd getur verið samansafn leikara sem ofleika, myndataka léleg og handritið það fáránlegasta sem til er, en upp á móti vegur skemmtanagildi myndarinnar. Húmorinn, actionið og það sem skemmtir áhorfendanum.
Góð mynd, tökum dæmi… Casino t.d. , góð mynd. Ástæða?
Vel unnin, góður leikur, flott handrit (byggt á sannri) flott leikstjórn, flott klipping o.s.frv.
En það þýðir ekki að öllum þyki hún skemmtileg, ekki satt?
Þeir sem ekki horfa á mafíumyndir ættu að forðast þessa nema þeir vilji horfa á góða mynd.
Skemmtileg mynd… einhver fíflamynd t.d. No another teen movie… góður leikur? Nei
Þar er verið að draga fram heimskuna í heimskunni og það er ætlunin. Er leikstjórnin eitthvað til að hrópa húrra fyrir? Nei
Klipping? Myndataka? Nei
Umfram allt var skemmtanagildið fínt.
Schwarzenegger myndirnar, einkenndust oft af (jæja oft ALLTAF :D) af lélegum leik :) klipping hröð og stundum óvönduð, leikstjórn bara svona lala. Þýddi það að þetta var góð mynd?
Skemmtileg væri orðið eða flott, en góð var hún ekki.
Þess vegna vantar alltaf gagnrýni á skemmtanagildi með hefðbundinni gagnrýni.
Oft á leikur í myndum að vera ýktur, leikstjórn, api hefði getað leikstýrt myndinni, og klipping ömurleg en skemmtanagildi þess alveg meiriháttar.
Er þörf á að segja meira?
ViceRoy
ViceRoy….
Ályktun þín að allar myndir með Schwarzenegger séu illa gerðar, leiknar og leikstýrðar af öpum finnst mér vera algjört hneyksli og tek ég þessu sem hálfgerðri móðgun, fyrir hönd Schwarzeneggers ;)
Þó svo að Schwarzenegger-inn sé oft dáldið stirður er hann alls ekki slæmur leikari. Hann er góður í því sem hann gerir, oftast hasarhetju, og svo virkar hann líka vel sem oftast hallærislegur gaur í grínmyndum. Mér finnst hann bestur af þessum hasarleikurum, Sylvester Stallone, Van Damme og fleirum. Auk þess hefur maðurinn leikið í ansi mörgum af hasarklassíkum sögunnar.
Leikstjórn og klipping bara svona lala?? Gætu verið leikstýrðar af öpum???! Hefurðu séð einhverja Schwarzenegger mynd? Hefurðu *einhverja* hugmynd um hvaða gæðaleikstjórar hafa verið að leikstýra honum??
Ég nefni meistara á borð við James Cameron (unnið með honum þrisvar!), Paul Verhoeven og John McTiernan. Myndirnar sem hann hefur unnið með allavega þessum mönnum hafa verið nánast tæknilega fullkomnar með frábærri myndatöku og klippingu. Schwarzenegger hefur líka leikið eftir sögum frægra skáldsöguhöfunda, Stephen King og Philip K. Dick, þannig að ekki fara að drulla á hann þannig og segja að myndirnar innihaldi enga söguþráð.
0
Hefurðu séð Raw Deal?
Þá er ég náttúrulega að tala um gömlu myndirnar með manninum!
Nýrri myndirnar er flottar, gleymdi að taka það fram. Jú jú maðurinn er góður í því sem hann gerir, en ef hann á að LEIKA t.d. dramatíska senu þá er hann ekki það sannfærandi. En hefurðu séð Collateral Damage?
Það fannst mér ekki góð mynd.
Ekki minnir mig að ég hafi sagt að allar myndirnar hans hafi verið crap, og ég segi hvergi að mér finnist þær leiðinlegar, og hef ég nú séð nánast allar myndirnar hans. Ég meina, horfðu á Conan The Barbarian, vel gerð? klippt vel? flottar tæknibrellur? Nei
Og já, ég held þú þurfir að skoða sumar myndirnar hans VEL því sumar þeirra hafa nánast engan söguþráð eða það þunnan að hann kæmist fyrir í raun á einu A-4 blaði liggur við, bara fyllt uppí með hasar atriðum til að fylla kröfur myndar í fullri lengd. Og ég er að tala um gömlu myndirnar með manninum!
Maðurinn á að leika harðhaus og þannig er það. Hann á ekki að vera að koma með væmni inní málið því það einfaldlega fer honum ekki. Það hefur nefninlega verið að einkenna síðustu myndir hans.
En þrátt fyrir það þá hef ég alltaf gaman að Schwarzenegger kallinum.
ViceRoy
0