Verð að segja það að ég bjóst ekki við miklu af þessari ræmu,en eftir að hafa horft í smástund var þetta farið að vera áhugavert.ég er að tala um myndina Frequency með Dennis Quaid,Jim Caviezel,Elizabeth Mitchell og Noah Emmerich.Þetta var hin besta skemmtun og andskoti vel gerð mynd.
Þessi mynd fjallar um slökkviliðsmann í NEW York borg(Quaid) sem hefur yndi af starfinu og fjölskyldunni en lætur lífið í eldsvoða.Síðan er hlaupið yfir 30 ár og sonur hans(Jim)er núna lögga.Sá kauði hefur ekki verið samur við sig síðan pabbi hans lést og líf hans er að renna frá honum,kærastan yfirgefur hann og vinur hans hengur hjá honum og vælir yfir því afhverju hann keypti ekki hlutabréf í Yahoo í byrjun.Einn daginn í tilbreytingarleysinu finna þeir félagar talstöð sem pabbi Johns átti og eyddi mörgum stundum við hana.Þeir kveikja á henni og getið hver svarar enginn annar en pabbi hans.í fyrstu þekkja þeir ekki hvorn annan en sá gamli þykir þessi ókunni heldur betur fróður um hafnaboltaleiki sem enn hafa ekki tekið stað.Nú sonurinn í framtíðinni segir pabba sínum hvernig hann getur flúið dauðann og það tekst.Allt í einu er allt breytt og pabinn dó ekki lengur í eldsvoða fyrir 30 árum heldur úr krabbameini fyrir 10 og mamma Johns sem var á lífi er allt í einu orðin fórnarlamb í eldgömlu morðmáli sem hann hefur fengist við lengi.Siðan fara þeir félagar að reyna hindra eitt og annað í fortíðinni sem heldur betur breytir gangi mála í framtíðinni.
Meira segji ég ekki og verða allir að sjá þessa einstaklega vel gerðu mynd.Leikstjórinn Gregory Hoblit er ekki með öllu óþekktur og hefur hann gert myndirnar Fallen og Primal Fear.Endilega að kíkja á þessa mynd sem fyrst.
KURSK
“You're going down thirty years ago, pal. You just don't know it yet.”