Sem kvikmyndaáhugamaður reyndi ég í gamla daga eftir mesta megni að fara oft í bíó. En núna eftir að verðið var hækkað upp í 800 kall hef ég ekki gert eins mikið að því, þar sem það liggur við að maður þurfi að spara til þess að komast í bíó.
Þessari hækkun, mig minnir að það hafi kostað 600 kall eða eitthvað áður en þeir hækkuðu upp í 800 vegna þess að dollarinn hækkaði, og var í rúmlega 100 krónum. En núna er dollarinn í 78 krónum. Ég spyr, hvar eru ódýrari bíómiðar? Þeir hafa enga ástæðu lengur til þess að halda sauðsvörtum almúganum frá kvikmyndahúsum lengur, mig langar í bíó!
Og fyrst ég er byrjaður að röfla, þá er ég líka mjög mikið á móti þessum alræmdu hléum. Hlé eru fyrir kellingamyndir og barnamyndir, og eiga þar af leiðandi ekki heima í spennumyndum og öðrum myndum sem eru að reyna að byggja upp stemningu frá fyrstu mínútu, en síðan skemmist allt þegar að hléið kemur!