1. Ef það er brjálaður fjöldamorðingi laus, ekki fara í sturtu! Ekki bara það að hann á örugglega eftir að drepa þig á meðan þú þværð þér, heldur átt þú eftir að lykta svo illa að hann kemst ekki nógu nálægt þér til að drepa þig.
2.Morðinginn er alltaf manneskjan sem þig grunar minnst, svo ef einhver er handtekinn, þýðir það ekki að þú getir farið aftur að þvo þér, heldur verðuru að rannsaka þetta frekar, þangað til að manneskjan sem þig grunar minnst er handtekinn.
3. Ef tvær manneskjur eru í bíl, í skógi, og morðingi gengur laus, á ENGINN að fara út úr bílnum! Ekki undir neinum kringumstæðum! það er betra að míga í sig en deyja!!!!
4. Ef þú ert einhversstaðar á dimmum stað eins og bókasafni eða búningsherbergi, og heyrir eitthveð, ALDREI segja: Halló? Og ef þú ehyrir eitthvað fyrir utan, ekki fara út!
5. Fullt af fólki eiga eins föt, svo þótt að einhver eigi eins úlpu, skó eða eitthveð eins og morðinginn, er sú manneskja ekki endilega morðinginn.
6. Flökkusögur eru sannar.
7. Aldrei svara í símann!
8. Ef það er þjóðsaga um að það megi ekki segja eitthvað, ekki segja það, DÆMI: Candyman 5 sinnum í spegil.
9. Löggan kemur aldrei fyrr en allir eru dauðir!
10. Aldrei að labba ein(n) heim úr partíi seint um kvöld, og aldrei að fara út yfir höfuð ef það er dimmt úti
11. Aldrei að opna útidyrahurðina ef þú veist ekki hver er þar.
12. Aldrei að hleypa ókunnugum inn í húsið þitt.
13. Talan 13 er alltaf óhappatala!
14. Passaðu þig nálægt rúmum, svo þau éti þig ekki.(Glen í Nightmare on Elm Street) :)
Jæja, ég vona að þið hafið lært eitthvað af þessu, og munið að gá alltaf undir rúmið ykkar áður en þið farið að sofa!
Bless bless,
Paranoid Hryllingsmyndafríkið Arrythmia!
May the wind allways be at your back, the sun upon your face, and the wings of destiny to carry you aloft to dance with the stars!