Bíómyndamistök eru fyndin. Séstaklega þegar að þau eru áberandi og augljós.
Stundum er voðalega skemmtilegt að taka eftir mistökum og pæla aðeins í því hvernig leikstjóranum og öllum leikurunum misfórust þessi mistök.

Þetta hefur verið að koma í sumum bíómyndum og þáttum að ef það er kallað á einhvern karakter þá er stundum kallað alvöru nafn leikarans.
T.d. í einum Friends þætti þá kallaði Chandler á Joey og kallaði óvart Matt (Leikarinn sem leikur Joey heitir Matt LeBlanc)
Hvernig gat verið möguleiki að fatta þetta ekki?

Hafiði ekki pælt í því að engar af risaeðlunum í Jurassic Park eru frá Jurassic tímabilinu.
Þið tókuð nú ekki eftir því að í Saving Private Ryan þegar átta menn fara að leita að Ryan. Vin Diesel deyr en svo þegar þeir eru labbandi á enginu og skuggar þeirra allra sjást þá sjást átta skuggar. Hmm…var ekki einn dauður.
Tókuð þið eftir því að þegar eplinu er hent í Frodo í Lord of the rings þá er miði á eplinu.
Í sömu mynd. Þegar Frodo og Sam eru á enginu þá sjást bílar í fjarlægð.

Miklu mun fleiri mistök eru til í bíómyndum. Þið verðið bara að taka eftir þeim.

En til að vera góður þá er til heimasíða á netinu sem er með öll mistök í bíómyndum heimsins sem þið getið tékkað á. Annars er það gjörsamlega tilgangslaust. Maður á að njóta myndanna.

www.movie-mistakes.com

kveðja

maurinn

p.s. ég hef engan áhuga á LOTR þannig að það getur verið að ég sé að miskilja nöfn og rugla saman. Farið bara á síðuna og gáið sjálf.