Það er greinilegt að útgefendur eru byrjaðir að grafa stórskotagrafirnar fyrir næstu jól. Margar stórmyndir eru þegar orðaðar við útgáfu um næstu jól þannig að gleðileg jól eru í vændum fyrir DVD aðdáendur. Allar dagsetningar eru enn óstaðfestar en heimildirnar eru nokkuð öruggar :)

Fyrst ber að nefna “Terminator 3: The Rise of the Machines”. Þessi mynd mun verða ein af stóru útgáfunum um næstu jól. Að vísu ber að hafa eitt í huga, Columbia/Tristar mun sjá um dreifingu í Bretlandi (og líklega annarsstaðar í Evrópu) en Warner Brothers sjá um dreifingu í USA þannig að aukaefni mun að öllum líkindum vera mismikið eftir því hvorum megin Atlantshfsins þú kaupir myndina.

Næst ber að nefna “X-Men 2” frá Fox en DVD útgáfa á þeirri mynd er einnig áætluð um næstu jól. Þetta er mjög líklegt þar sem myndin er áætluð í flest evrópsk kvikmyndahús í maí og jafnvel að hún verði enn fyrr á ferðinni á DVD forminu.

Einnig er “Extended version” útgáfa “The Two Towers” áætluð á DVD í nóvember sem 4 diska safn (ekkert sem kemur á óvart þar).

“Matrix 2: Reloaded” er áætluð fyrir DVD seint í desember.

Eftir allar góðu fréttirnar þá er hér ein vond frétt, a.m.k. fyrir “Star Trek” aðdáendur.
Fallið hefur verið frá því að gefa út “Star Trek: Nemisis” í júlí og útgáfunni seinkað til september. Ástæða þessa er talin vera sú að Paramount í Bretlandi vill fyrst gefa út myndina fyrir videoleigurnar og skapa þannig tíma handa þeim til að leigja myndina áður en hún verður fáanleg sem sölueintak. (ég hef hinsvegar ekki upplýsingar um hvort það sama verði gert í USA þannig að Star Trek aðdáendur skulu fylgjast vel með þessari þróun).

Hinsvegar eru hér góðar fréttir fyrir Sci-Fi aðdáendur.
“Solaris” hefur birst á áætlunum í ágúst. Þó getur vel verið að um upprunalegu myndina sé að ræða en ekki endurgerðina með George Clooney. Hvort heldur er þá er “Solaris” á leiðinni.

Segið endilega hvort þessi grein eigi heima hér á DVD eða á einhverju NÖRD áhugamáli.
___________________________________________________