Ég tók eftir því fyrir ekkert alls löngu að það greip u sig algjört æði að gera topp 10 lista eða eitthvað þess háttar.
Hér er minn listi
1. the Godfather Trilogy(´72 ´74 ´90) ****
uppáhaldsmyndirnar mínar(enda mikill gangstermynda fan). hef horft þessar myndir zilljón sinnum og hef aldrei fengið nóg af þeim
Fyrstu tvær myndirnar voru stórkostlegar en þrjú var ekki eins góð og hinar en saman mynda þær svo sterka heild að ég verð að taka hana með
2. the Lord of the rings: FOtR og TTT(´01 ´ 02) ****
eitt besta og metnaðarfyllsta kvikmyndaverk sögunnar byggt á nútímaklassík sem skilið alveg sömu lýsingarorð.
3.The Birth of a nation(1915) ****
fyrsta alvöru kvikmynd sögunnar og vafalaust ein sú besta.myndin var byggð heldur lauslega skáldsögunni the Clansman og var frumsýnd árið 1915.leikstjórinn D.W. Griffith er án efa einn besti leistjóri kvikmyndasögunnar og sýndi hversu mikið kvikmyndalistformið hefði upp á að bjóða.
ps. myndin hefur stundum verið kölluð the birth of a cinema
4.Apocalypse now(1979) ***
ein áhfrifamesta bíómynd sögunnar, sýndi stríð eins og þau eru en ekki eins og fólka hélt að þau væru.Það eina sem fór í pirrurnar á mér þegar ég sá myndina var að allir aðrir leikarar nema Marlon Brando og Martin Sheen leika frekar illa en sem betur fer voru það aðalleikararnir.
5.Nosferatu 1922 ****
F.W. murnau leikstjóri myndar þessar sýndi hvers hannvar megnugur í þessari mynd(flestir segja reyndar að besta mynd hans sé sunrise verða að sjá hana).Þetta var fyrsta myndin byggð á sögunum um Drakúla og er að mínu mati sú besta. hin óskiljanlega frammistaða Max Schreck er það allra besta sem hefur upp á að bjóða.
6.the Battleship Potemkhin 1924 ****
besta mynd Eisensteins af mínu mati.þessi mynd olli miklu fjaðrafoki á sínum tíma vegna þess hve byltingarkennd hún var og var það sérstaklega klippingunni að þakka.
7.Almost famous 2000 ****
ég hef sjaldan séð jafn skemmtilega mynd enda hef ég gaman af viðfangsefninu.það besta við myndina er handtitið sem og Cameron crowe er mínu einn besti handritshöfundur sem völ er á
8.Metropolis 1924***
fyrsta Sci-fi myndin og var eftir snillinginn Fritz Lang. sviðsmyndin sem er það besta við Metropolis er svo góð að maður missir gjörsamlega stjórn á sér og lifir sig óeðlilega mikið inn í söguna.það eina sem er að er klippingin sem er frekar slæm
9.the Bridge on the river Kwai 1957 ***
fyndin mynd um alvarlega hluti sem kom Alec Guinnes á kortið.Þó að hæun vrki tilgerðarleg á köflum bætir hún það upp með góðu handriti.
10.the kid 1921 ****
besta myndin úr smiðju Chaplins og var óhuggulega mikið vanmetin á sínum tíma.þegar ég var lítill tók ég þessa mynd statt og stöðugt og grét alltaf yfir endinum því hann er svp sorglegur.
11.Nosferatu 1979 ***
endurgerð hins gamla klassíkers og er óhætt að segja að þetta sé fallegasta mynd áttunda áratugarins og ein sú furðulegasta.
Klaus Kinski sýnir góðan leik (þess má til gamans geta að leikstjórinn Werner Herzog og Klaus Kinski voru mjög góðir vinir) og flestir aðrir stnda sig meðp prýði.það besta er samt hvernig litanotkun Herzogs leiðir mann í gegnum söguna.
12.Frankenstein 1931 ****
Ein Besta Hrollvekja sögunnar og einn besti hrollvekjuleikari sögunnar sýnir þarna sín bestu tilbrigði sem hið ógnvænlega skrímsli Frankensteins.
13. the Guns of Navarone 1961 ***
stórkostleg mynd sem eiginlega fyrsta kvikmyndin þar sem, reynt var að ná sama andrúmslofti og var lýst í bókinni þó að það hafi ekki alveg heppnast er myndin stórkostlegog hefði átt að vinna fleiri verðlaun á sínum tíma.
14.Vertigo 1958 ****
besta mynd Hitchcocks byggt á einni bestu skáldsögu allra tíma.
Myndinni var tekið frekar illa á sínum tíma vegna þess að fáir skildu hana. í dag erhæun talin með betri myndum og þykir besta spennumynd í heimi.