Ég fór til Bandaríkjanna um jólin og áramótin og gerði margt og mikið meðan ég var þar úti t.d. fór tvisvar í bíó og sá Catch me if you can og LOTR 2. Catch me if you can er um ungan mann sem leikinn er af Leonardo DiCaprio (mjög vel, verð ég að segja) sem á föður sem svindlar nánast á öllu sem hægt er að svindla á. Einn góðan veðurdag tekur skatturinn allt sem hann og fjölskylda hans eiga og fleygja þeim út á götu. Strákurinn flytur þá að heiman og byrjar að falsa ávísanir flugfélgsins pan am og græðir vel á því. Svo með tímanum leiðist þetta svo hann ákveður að læra aðeins um starf flugmanna og allt í einu hefur hann villt á sér heimildir um að hann sé flugmaður og fær mjög vel borgað og heldur mömmu sinni og pabba alveg á floti. Eftir nokkurn tíma verður það einnig leiðinlegt svo af hverju ekki að gerast læknir og þegar hann fer á eitt sjúkrahús að skoðast um hittir hann stelpu sem honum líkar mjög vel við og allir ættu að vita endann á svoleiðis hlutum þegar Leonardo kemur við sögu. Hann byrjar að vinna á sjúkrahúsinu sem læknir og þá fer allt að hverfa frá honum. Allan tímann hefur FBI-maður verið á hælunum á honum en sem betur fer er hann ekki svo gáfaður. FBI-maðurinn er leikinn mjög vel af Tom Hanks. Í Trúlofunarveislu er hann nálægt því að nást en verður að flýja í burt og biður kærustu sína um að hitta hann á flugvellinum í Miami nokkru seinna. Þegar hann kemur þar fattar hann að kærasta hans hefur svikið hann. Og svo að lokum næst hann í Frakklandi og franska lögreglan hélt honum í nærri 2 ár og pyntaði hann og vannærði. Myndin endar á því að þessi maður byrjar að vinna hjá FBI við falsanir og vinnur þar enn, því þetta er sönn saga.
Steven Spielberg leikstýrði þessari mynd. Jafnvel væriu verið að tala um nokkrar óskarsverðlaunatilnefningar.
ég er ekki bara líffæri