Fór að sjá þessa mynd um síðustu helgi, hún var forsýnd í Laugarásbíó. Þessi mynd er algjör snilld og maður þarf ekkert endilega að vera Eminem fan til að hafa gaman af henni.
Eins og flestir vita þá byggir þessi mynd á lífi Eminem og er sagan í myndinni mjög góð. Leikrænir tilburðir Enimen er ótrúlega góðir og viðist þetta vera honum meðfætt. Einnig eru nokkrir svalir svertingar sem leika í þessari mynd og svo einn heimskur hvítur gaur (tilviljun að hann er hvítur?). Kim Basinger leikur móður Eminem og er hún þokkalega flott og nokkrir mömmubrandarar eru í myndinni. Eminem er náttúrulega algjör töffari í þessari mynd og verða aðdáendur hans ekki sviknir. Í myndinni koma fram miklir sönghæfileikar Eminem sem mér fannst alveg bráðfyndið, það er ekki endilega það sama að kunna að rappa og syngja. Vona bara að hann fara ekki út í svona boy-band homma rusl. Enginn hætta á því!
Ég gef þessari mynd 3 1/2 stjörnur af 5 mögulegum. Þetta er mynd sem er vel þess virði að borga sig inn á bíó.