Þar sem mikið hefur verið rætt um Stanley Kubrick í kjölfar hins frábæra Kubrick “bíóþons”
tel ég ástæðu að skrifa um allar hans myndir í röð með smá umfjöllun um manninn sjálfan og
hvað er að gerast í hans lífi og kvikmyndaheiminum á þessum tíma. Ég vil ekki dæma myndirnar hans
með stjörnugjöf því mér finnst að þótt að tvær myndir af hans 16 myndum fá sömu einkunn geta þær
verið GJÖRólíkar. Því bið ég ykkur að lesa textann fyrir gagnrýni.
Stanley Kubrick gerði 4 stuttmyndir þegar hann var að byrja sem kvikmyndagerðamaður.
Það voru:
Day of the fight (1951)
The Flying Padre (1951)
Seafearers (1953)
?????????? (????)
Stanley var svo mikill fullkomnunarsinni að hann reyndi að eyðileggja seinni 2 stuttmyndirnar
sem hann gerði. Honum tókst að eyðileggja aðra, en sú sem “lifði” af heitir Seafarers.
Stanley Kubrick byrjaði feril sinn sem ljósmyndari hjá blaðinu Look í New York.
Með vinnu sinni fjármagnaði hann sína fyrstu mynd, Day of the Fight, sem hann tók með
myndbandsupptökuvél sem hann fékk í jólagjöf frá foreldrum sínum svolítið áður.
Einnig fjármagnaði hann myndir sínar með að tefla fyrir pening á Washington Square í New York,
en hann var nokkuð sleipur í skákinni, enda var í flestum hans myndum verið að tefla eða
að einhvern hugsun í myndinni kæmi frá skáklistinni. Frægasta dæmið er eflaust úr
2001:A Space Odyssey þegar Dave er að tefla við HAL og HAL narrar hann í gildru og vinnur hann
svo með undurfagurri fléttu. Sú skák er til og var tefld af Paul Murphy og einhverjum öðrum.
Nóg af rugli, best að fara að fjalla um myndirnar.
Day of the Fight - 1951
Fyrsta mynd Stanley Kubricks. Þarna fjallar hann um dag í lífi boxara í “middleweight” að nafni
Walter Cartier. Hann á eineggja tvíburabróður sem er eiginlega hans besti vinur.
Fyrst er farið í kynningu á persónunni og umhverfi, og svo aðstæðum. Walter býr einn í blokk í
New York, og vinnur sem boxari í millivigt. Hann á aðeins einn bardaga eftir í að komast í lokaúrslit
boxkeppni. Alltaf fyrir bardagana sína fer hann til bróður síns og þeir eyða smá tíma saman og hann
hjálpar honum að gera sig tilbúinn í slaginn. Farið er í undirbúninginn og líðan hans og tilfinningum
fyrir og eftir bardagann, hvað gerist og afleiðingar þess. Sérstaklega ber að nefna bardagann en
mér þótti hann hvað flottastur. Tökurnar í bardaganum minna óneitanlega á tökurnar í bardaganum í
Killers Kill.
Myndin er vel unnin og nákvæm og hann fékk að sýna þessa mynd í stóru bíói á hátíð.
Einmitt á þessari stundu þegar myndin hans var sýnd ákvað hann að gera kvikmyndagerð
að hans atvinnu.
The Flying Padre - (1951)
Day of the Fight fékk góðar undirtektir og hann fékk í kjölfarið samning
hjá fyrirtækinu RKO. Og þeir báðu hann að gera aðra mynd fyrir sig. Hann byrjaði að
leita að efni í sína næstu mynd, og þá heyrði hann af þessum presti sem hafði risastórt
torfært prestakall. Og því flaug hann um á flugvél. Teknir eru tveir dagar úr lífi þessa
manns. Honum fannst efnið ekki vera nógu gott, sem hann fann en vissi að það yrði gaman
að gera þessa mynd og hún aflaði honum meiri fjár til fleirri mynda þannig að hann ákvað
að taka verkefnið að sér. Og útkoman er ágæt. Presturinn er viðkunnanlegur karl á miðjum
aldri. Hann fær skilaboð um að hans sé þarfnast í jarðarför og flýgur því langa leið í
jarðarförina. Honum er boðin gisting í bænum og hann þiggur hana. Næsta dag kemur til hans
ung stelpa sem biður hann um að tala við einn strák sem er með honum í bekk og er alltaf
að stríða sér. Presturinn gerir það fyrir hana. Þetta er hápunktur myndarinnar.
Hann fer að tala við stríðnispúkann og á meðan glottir stelpan, og augun segja hreinlega:
,,Loksins" og minntu óneitanlega á hið hrikalega glott á rithöfundinum í Clockwork Orange.
Þetta fannst mér alger snilld. Svo kemur annað kall, frá konu sem liggur ein heima ásamt
litla stráknum sínum sem er veikur. Presturinn þarf að koma stráknum á spítala því faðir
hans er í burtu og heilsu stráksins má ekki hraka mikið meira. Hann flýgur þá með drenginn
eftir beiðni móðurinnar, sem er ansi fegin að strákurinn er óhultur á spítala.
Og þar með er sérann kvaðinn.
Þessi mynd skildi eftir sig boðskap um að vera góður við aðra og sína umburðarlyndi.
Hún er einnig framandi og gaman að sjá lífið í Mexíkó eins og það var. Maður skemmti
sér nú ágætlega þegar stelpan glotti og í lokin, þegar presturinn var kvaðinn á hátt
sem lét hann líkjast ofurhetju. Fín mynd með skemmtilegum og fallegum senum, mannleg
og en ekki betri en Day of the Fight.
Seafarers - (1953)
RKO voru orðnir nokkuð hrifnir af myndunum hans og létu hann sinna einu verkefni sem þeir fengu.
Það verkefni kom frá fyrirtækinu SIU eða Seafarers International United, eða eitthvað því um líkt
og verkefnið fólst í því að gerð væri kynningarmynd um fyrirtækið til að laða fólk að sér.
SIU var að leita að fleira fólki til að koma og starfa hjá sér varðandi sjávarútveg. Kubrick tekur
þetta verkefni að sér enda er þetta stórt verkefni og vel borgað enda var SIU upprísandi fyrirtæki
á þeim tíma, en ekki veit ég um stöðu þess nú á tímum. Ég er ekkert kunnugur um kynningarmyndir,
en ég get sagt það að þetta var nú ágætiskynningarmynd. Í henni var lögð áhersla á að þetta væri
sanngjörn vinna, og fyrirtækinu gengi vel. Ódýr matur væri á boðstólnum í mötuneytinu og þetta væri
skemmtilegur vinnustaður. Þú fengir full réttindi og ekkert yrði svindlað á þér varðandi kaup og
fleira. En ég get þó sagt að þessi 28 mín. kynningarmynd var nú alveg drepleiðinleg. En eitt vakti
þó athygli mína. Það var tekin upp mynd af litlu módeli og Kubrick tókst að taka mynd af því þannig að
það leit út fyrir að vera á svolítilli ferð. Og myndavélin sveif einhvernveginn yfir skipið og gerði
flotta hluti í þessari örstutta skoti af þessu skipi. En það bætti nú ekki fyrir hundleiðinlega myndina.
Svo var þessi karl sem talaði inn á alla myndina og sagði frá starfsemi fyrirtækisins.
En allt er þetta nú áhugavert. Eins og ég sagði áðan var Kubrick með svo mikla fullkomnunaráráttu
að hann reyndi að koma þessari mynd fyrir kattarnef, því hann skammaðist sín svo mikið fyrir að hafa
gert hana, en nokkur eintök sluppu frá honum (for better or worse) og voru til sýningar á maraþoninu
ásamt hinum tveimur. Allar eru þessar myndir sjaldgæfar, og næst mun ég fjalla um þá sjaldgæfustu.
Þegar nú var komið hafði Stanley Kubrick verið kominn með nóg af peningum gat hann fjármagnað fyrstu
myndina hans í fullri lengd, Fear and Desire.