Útgefandi: Lions Gate Home Entertainment
Útgáfuár: 2002
Svæði 1, NTSC

Frailty
Inniheldur:
Breiðtjaldsformið 1.85:1 og er endurkóðuð fyrir breiðtjaldssjónvörp,
ensk 5.1 Dolby Digital hljóðrás,
enskan fyrir heyrnardaufa og spænskan texta fyrir heyrnardaufa,
umtal frá Bill Paxton (leikstjóri/leikari),
umtal frá Brent Hanley (höfundur),
umtal frá Arnold Glassman (klipping), David Kirschner (framleiðandi) og Brian Tyler (tónlist)
“Anatomy of a Scene” – tekið frá Sundance stöðinni,
gerð myndarinnar,
ónotaðar senur með/án umtali,
sýnishorn úr Frailty,
mynda gallerí
og svo er illa falið páskaegg í formi tveggja sýnishorna kvikmynda frá sama fyrirtæki.

Það fór mjög lítið fyrir Frailty í kvikmyndahúsum síðastliðið sumar, var í 2 vikur eða svo og hvarf þegar Spider-man og Attack of the Clones tröllriðu kvikmyndahúsin mér til ama. En svo sá ég að það var myndinni var gefið nýtt líf á DVD síðastliðið haust, þ.e.a.s. í Bandaríkjunum og Kanada.

Eftir alla þessa góðu dóma sem ég las um hana og að diskurinn var stútfullur af aukaefni og staðreyndin að þetta var hryllingsmynd, þá var þetta ekki erfið ákvörðun þegar ég keypti hana þegar ég sá diskinn í 2001 á Hverfisgötu.

Myndin:
Þetta er frumraun leikarans Bill Paxton (Aliens) sem leikstjóra og honum tekst fjandi vel.
Maður að nafni Fenton Meiks (Matthew McConaughey) birtist á höfuðstöðvum FBI og segist vita hver “God’s Hand Killer” er. Hann segir alríkisfulltrúa (Powers Boothe) hryllilega sögu sína frá æsku sinni.
Eina nótt eru bræðurnir, Fenton (Matt O’Leary) og Adam (Jeremy Sumpter), vaktir af föður þeirra og segir hann þeim að hann hafði fengið sýn frá Guði. Og í þeirri sýn fékk hann fyrirmæli um að þeir ættu að drepa djöfla í mannslíki. Hefst þá mikið sálarstríð milli allra fjölskyldualiða og allur fjandinn er laus.

Þetta er ein af topp myndum ársins 2002, án efa. Allir leikarar standa sig með prýði og má þá sérstaklega nefna Bill Paxton sem föðurinn og Matt O’Leary sem ungi Fenton. Það verður mjög áhugavert að fylgjast með honum í framtíðinni. Þetta er mjög drungaleg mynd og maður hugsar sig tvisvar áður en maður nálgast kyrrstæðum sendibíl.
Stjörnugjöf: ***1/2 af 4.

Myndin:
Þetta er mjög dökk mynd svo það þarf góð myndgæði og þeir svíkja mann ekki þeir hjá Lions Gate. Hún er nær gallalaus.
Stjörnugjöf: ***1/2 af 4.



Hljóðið:
5.1 Dolby Digital hljóðrásin er mjög góð, hljóðlát og hávær þegar hún þarf þess og allt heyrist vel. Afturhátalarnir fá að gera þónokkuð og bassaboxið líka eitthvað. Slökkvið ljósin og hækkið í botn!
Stjörnugjöf: **** af 4.

Aukaefni:
Stútfullur af aukaefni, umtölin 3 eru öll mjög góð, sérstaklega þá með Bill Paxton og Brent Hanley sem eru skemmtileg og fræðandi um gerð myndarinnar og tilurð sögunnar. Ónotuðu senurnar er hægt að spila með eða án umtali frá Bill Paxton og hann skýrir vel hvers vegna hvert atriði var fjarlægt. Eitt þeirra hefði ekki skemmt myndina en því miður þá þarf myndin að vera í hæfilegri lengd þó það stöðvar ekki suma. Í “Anatomy of a Scene” eru nokkur atriði í myndinni skoðuð og kryfjuð til mergjar. Gerð myndarinnar fjallar á fræðandi hátt um gerð myndarinnar, til mikillar gleði er þetta ekki þessi auglýsinga týpa þar sem er bara verið að kynna myndina. Nokkuð er um endurtekningu hvort sé verið að ræða um umtölin eða heimildarmyndinar. Síðan er hið dæmigerða sýnishorn úr myndinni, mynda gallerí og eitt falið páska egg sem einkennir Lions Gate Home Entertainment útgáfunar, Upplýsið Lions Gate Home Entertainment merkið og þið fáið sýnishorn úr Liberty Stands Still með Wesley Snipes (sjónvarpsmynd sem svipar til Phone Booth sem ætti að fara að koma einhvern tímann í bíó) og The Dead Zone (sjónvarpsþættirnir sem eru sýndir á USA stöðinni í Bandaríkjunum um þessar mundir, væri gaman að sjá þá á Stöð 2). Skemmtilegt og fræðandi aukaefni og nefnir sig ekki einu sinni sem “Special Edition”.
Stjörnugjöf: ***1/2 af 4.

Sem sagt, skotheldur pakki í alla staði. Skyldukaup fyrir alla sanna aðdáendur hryllingsmynda. Allavega taka hana á leigu út í næstu myndbandaleigu.
Abstract expressionism is so mid-to-late eighties.