The sweetest thing
Það eru þær Cameron Diaz, Christina Appelgate og Selma Blairsem fara með aðalhlutvekin í þessari geggjuðu gamanmynd. Leikstjóri er Richard Kumble, en í öðrum stórum hlutverkum eru m.a. þau Thomas Jane, Parker Posey og Justine Bateman.
Myndin fjallar um þrjár vinkonur sem vilja bara skemmta sér (svona næstum því). Þegar kærastinn dömpar Jane, ákveða vinkonur hennar að fara niður í bæ og reyna að hressa hana við og finna þann rétta. Þær eru hinsvegar ekki búin að vera þarna lengi þegar Christina sjálf hittir hinn myndarlega og skemmtilega Peter Donahue og daðrar svolítið við hann. Hún gleymir að biðja um símanúmer hjá honum og það er ekki fyrr en um nóttina sem hún áttar sig á að hann gæti kannski verið sá rétti. Þær vinkonurnar ákveða að freista þess að leita Peter uppi , hvað sem það mun kosta. Þær þeytast um borgina og lenda í mjög fyndnum uppákomum…
Mér finnst þetta vera frábær mynd og skemmti mér vel. En ég hef líka heyrt að sumir hafi beinlínis sofnað á myndinni og öðrum hundleiðst.