Jæja, annað kvöld hefst hið langþráða Stanley Kubrick Maraþon.
Í lok glæsilegrar kvikmyndahátíðar Bíó Reykjavíkur í september
á seinasta ári sagði hann að von væri á að þeir myndu sýna allar
hans kvikmyndir í október (einnig á seinasta ári). Ég beið eftir
þessu með mikilli óþreyju, enda ástæða fyrir því.
En svo var kominn desember og allar mínar vonir um Stanley Kubrick Maraþon hurfu út í sandinn. En fyrir svolitlu frétti ég að það YRÐI
sýnt eftir allt, þ.e.a.s. á morgun.
Fjörið hefst á morgun, 10. janúar kl.22:00 í Loftkastalanum á Seljavegi 2. Að sjálfsögðu verður frítt inn.
Dagskráin lítur svona út:
22:00 Day Of The Flight
Flying Padre
The Seafearers
23:30 Fear And Desire
01:00 Killer´s Kiss
02:30 The Killing
04:15 Paths Of Glory
06:00 Spartacus
10:00 Lolita
12:45 Dr. Strangelove or how I learned to stop worrying and love the bomb.
14:30 2001: A Space Odyssey
17:10 A Clockwork Orange
19:45 Barry Lyndon
23:20 The Shining
02:20 Full Metal Jacket
04:15 Eyes Wide Shut
Þetta er náttúrulega stórviðburður sem enginn má láta fram hjá
sér fara. Fjölmennum !
Ég vil þakka Bíó Reykjavík fyrir stórt framlag til lista á Íslandi !
lifið heil
barrett