Þessi grein er þýdd mestmegnis af síðunni www.r2-dvd.org

Útgáfuáætlun Columbia í apríl er nýkomin út og það vekur athygli að Monty Python myndin “The Life of Brian” er þar að finna.
DVD unnendur kannast kannski við að þessi mynd hefur þegar verið gefin út af Paramount en sú útgáfa olli mörgum Monty Python aðdáendum miklum vonbrigðum.

Fyrir það fyrsta þá voru myndgæðin afar bágborin, einungis 4:3 mynd. Hljóðið var einnig lélegt enda einungis boðið uppá eina slaka stereo hljóðrás og ekkert aukaefni af neinu tagi var í boði.

Þannig að vonandi verður þessi nýja útgáfa betri en sú sem hefur verið í boði hingað til fyrir Region 2.


7/4/2003
“What To Do In Case Of Fire ”
“Black Mask 2 ”
“Bear In The Big Blue House - Live Tour Vol. 6 ”

14/4/2003
“Truth or Consequences N.M. ”
“Monty Python Box Set (Brian, Grail, Life, and Now…)”
“Life of Brian ”

21/4/2003
“Mr. Deeds”
“Taboo ”
“Infested: Invasion of the Killer Bugs ”


Þarna sannast enn einu sinni hvað kvikmyndaframleiðendur hafa verið andvaralausir gagnvart evrópskum neytendum. Á Region 1 útgáfunni (Criterion Collection, sem er þegar komin út) eru sýndar senur sem var sleppt úr myndinni, “Making of” heimildamynd, umsögn frá öllum núlifandi meðlimum MP-Gengisins og Widescreen mynd í boði(1.85:1).
Þessar útgáfur voru þ.a.l. ósamanburðarhæfar, a.m.k. hvað gæði varðar.
___________________________________________________