Titill:Pí
Tegund myndar:Thriller
Lengd:84 mín
Leikstjóri:Darren Aronofsky
Handrit:Darren Aronofsky og Sean Gullette
Tagline:faith in chaos
Aðalhlutverk:Sean Gullette, Ben Shenkman, Samia Shoaib og Mark Margolis
Þessi stórmerkilega mynd fjallar um Maximillian Cohen(Sean Gullette)stærðfræðisnilling sem hefur lengi reynt að ráða mynstrið í tölu glundroða hlutabréfamarkaðarinns á Wall Street.
Sagan hér er mjög skemmtileg og fléttast inn í hana Kexruglaður strangtrúa gyðingur, háttsettir einstaklingar frá Wall Street og margt fleira.
Handritið er mjög gott, allir leikararnir, sem eru langflestir ef ekki allir óþekktir, standa sig vel og þá sérstaklega Sean Gullette, Darren Aronofsky leikstýrir hér sinni fyrstu mynd og gerir það alveg rosalega vel og ekki skemmir fyrir að hafa myndina í svarthvítu.
****/*****
Titill:Requiem for a Dream
Tegund myndar:Drama
Lengd:102 mín
Leikstjóri:Darren Aronofsky
Handrit:Hubert Selby Jr.
Tagline:The drug-induced utopias of four Coney Island individuals are shattered when their addictions become stronger.
Aðalhlutverk:Ellen Burstyn, Jared Leto, Jennifer Connelly, Marlon Wayans og Christopher McDonald
Jæja þá er komið að öðru sköpunarverki þessa bráðefnilega leikstjóra.
Þessi mynd fjallar um þrjá vini Harry Goldfarb, Marion Silver og Tyrone C. Love(Jared Leto, Jennifer Connelly og Marlon Wayans)sem eru öll fíklar og hvernig þau fara alveg niður á botn í lífinu. Svo er líka sögð saga Söru Goldfarb(Ellen Burstyn)sem er móðir Harry(Jared Leto) þar sem hún reynir með öllum ráðum að grenna sig þannig að hún líti betur út í sjónvarpinu og verð ég að segja að þessi hluti myndarinnar var mikið áhugaverðari en hinn.
Sem fyrr tekst Darren Aronofsky vel við að leikstýra og handritið er ágætt, myndatakan er mjög góð en það sem vantar hér er betri leikur frá Jared Leto og Jennifer Connelly á meðan Ellen Burstyn og Marlon Wayans fara á kostum í sínum hlutverkum.
***1/2 af *****
Þess má geta að ég er ekki kynþáttahatari, ég hata alla jafnt.