Það er í raun erfitt að sameina hljómtæki fyrir tónlist og svo hljómtæki fyrir kvikmyndir. Það er aðallega vegna þess hversu stórt hlutverk bassaboxið spilar í kvikmynda hljóðinu, þar ertu yfirleitt að sækjast eftir alvöru sprengingum og drunum, en í tónlistinn ertu að hugsa um mun fínni og hreinni tóna.
Það er samt hægt að sameina þetta ágætlega, ég myndi persónulega frekar velja hljómtæki sem ráða frekar við tónlistina þar sem sá hluti er í raun erfiðari fyrir framleiðendur, bíó sprengingarnar eru auðveldari með einu stykki bassaboxi.
Í fyrsta lagi, það eru þrír hátalarar sem skipta þig mestu máli, framhátalarnir þurfa að vera góðir fyrir tónlist, og þá henta ekki þessir litlu aumingjar sem hafa bara tweater og engann bassa, mér finnst t.d. JBL hátalarar með tveimur 8" bassahátölurum og 2 tweaterum alltaf koma jafn vel út. Fyrir kvikmyndirnar þá er miðjuhátalarinn mikilvægastur, þaðan kemur langmestur hluti hljóðsins út um.
Í sambandi við magnarana, þá tel ég alltaf best að magnarinn styðji helstu kerfin, algjört skilyrði er að hann hafi stuðning við Dolby Digital 5.1, einnig myndi ég kjósa að hafa stuðning við DTS. Svo er algjört lykilatriði að hann hafi AC3 inngang.
DVD spilarinn þarf, til að uppfylla mínar kröfur, að hafa Dolby Digital Decoder (Þó ég noti hann ekki), AC3 útgang til að láta magnarann sjá um decode-inguna sem kemur yfirleitt betur út og svo SVIDEO útgang, en þá færðu betri myndgæði. Einnig þarf hann að spila alla helstu staðlana, DVD, VCD, SVCD, MP3 og auðvitað venjulega tónlistadiska.
Ég myndi frekar leitast eftir að kaupa góða notaða hátalara og dvd spilara en magnarann myndi ég velja nýrri vegna þess að hann þarf að styðja þessu helstu hljóðkerfi eins og DTS og fleira.
EN EKKI KAUPA SVONA HEIMABÍÓ BUNDLE þar sem magnarinn og dvd spilarinn er eitt og sama tækið og fylgir með hátalara sem koma til með að fara óvart í ryksuguna einhvern daginn.
Númer eitt, þú spyrð hvort það sé munur á Marantz spilara á 70k og United spilara á 15k.
Svarið er voða einfalt. Já og aftur Já. Margir low end spilarar sem bjóða uppá mp3, vcd, svcd og öll kerfi eru freistandi. En stærsti munurinn er í myndinni og hljóðinu. Línu upplausnin í 70k spilara er örugglega mun meiri en í 15k spilara. Ég myndi láta spilara sem kosta 15k eiga sig ef þú ætlar að fá þér alvöru magnara og græjur. Hann mun bara bila og valda þér vandræðum.
Spilari sem ég myndi leita að(og á) spilar vcd, svcd, öll kerfi, jpeg diska(kodak+fuji diska), mp3. Dolby digital decoder, 540 línu upplausn, progressive out(möst). Ég myndi taka progressive spilara því ef þú ætlar að fá þér nýtt sjónvarp innan næstu ára þá bíður sjónvarpið sennilega uppá það. Spilarinn sem ég tala um er Toshiba SD-520.
Þú talar líka um ljósleiðaraútgang, en notaðu frekar coax. Flestir fagmenn mæla frekar með því, því spilarar eru lengi að converta signalinu í optical og úr optical.
Varðandi magnari, þá er marantz mjög fínt merki, ég myndi líka kíkja á denon.
Ég myndi ekki heldur fjárfesta í einhverjum plasthátölurum sem fylgja með.
Og ef þú ákveður að velja gæðin, vertu með dágóðan pening fyrir góðum snúrum, þær skipta MJÖG miklu máli.
0
Takk fyrir greinargott svar,
Auðvitað er gæðamunur á spilara sem kostar 70 þús og spilara sem kostar 15 þús! En spurningin er etv. sú hvort gæðamunurinn sé jafnframt meira en fjórfaldur? Mun ég heyra muninn? Mun ég sjá muninn?
Svarið við spurningunni er verulega háð því hvernig sjónvarp ég er með og jafnframt hvernig hátalararnir eru. Spurningin er líka fólgin í því að finna flöskuhálsana. Er t.d. hægt að sjá einhvern gæðamun (t.d. fjórfaldan) á venjulegu sjónvarpi þ.e. kostnaður 100kHz. Þá er ég sem betur fer löngu hættur að heyra nokkurn mun.
Mér fróðari menn hafa fullyrt að venjulegar lampasnúrur séu algjörlega fullnægjandi fyrir þær fjarlægðir sem algengar eru í heimahúsum (
0
Smá leiðrétting vinur, hljóðið er vistað digital á dvd disknum þínum, og það er sent beint þannig, án nokkurrar breytinga í ljósleiðaratengið. Þannig að það er ekkert convert þar á ferðinni. Spilarinn les eingögnu þessi digital merki af dvd disknum, sem eru í formi rafeinda sem eru annað hvort lárétt eða lóðrétt, þessi merki eru send nákvæmlega eins, hvort sem um er að ræða optical tengið eða coax tengi, eini munurinn er sá að annað hvort skýtur dvd spilarinn ljósglampa eða sendir af stað rafmerki.
En magnarinn aftur á móti þarf að converta digital yfir í analog, en það þarf hvort sem þú ert með coax eða ljósleiðara.
Auðvitað spilar svo fjarlægðin inn í þetta, ef magnarinn er staðsettur langt frá dvd spilaranum þá verður meiri þörf fyrir ljósleiðara tengið, annars minni þörf auðvitað.
Á ákveðnum takti þá sendir DVD spilarinn digital merki í gegnum sinn útgang, dvd spilarinn syncar þetta við myndina. Það er svo alltaf delay frá sendingu til móttöku, það er þetta delay sem við viljum minnka eins og við getum. Samkvæmt okkar lögmálum fer ljósið hraðast af öllum merkjum og þar af leiðandi besta leiðin til að minnka þetta delay, sem og auka getu á sendingarmagni. Eins og þú segir sjálfur með snúrurnar, þá er sami hlutir sem við erum að tala um þar, þú vilt góðar snúrur til að minnka delay yfir í magnarann, ljósið er einfaldlega best til þess.
Svo er annað sem menn þurfa að líta til, það er sífellt verið að þróa þessa tækni, og nýir staðlar að koma, sem fjölga rásum og þurfa þar af leiðandi meira gagnamagn á hærri tíðni. Til að dvd spilarinn þinn endist, þá er nauðsynlegt að hann bjóði upp á möguleika til að mæta þeim auknum kröfu sem er sífellt verið að gera.
Þessir “fagmenn” sem þú talar um eru því einfaldlega að tala gegn vísindalegum og eðlisfræðilegum staðreyndum.
0
Hmm já,
Ef maður myndi vilja njóta DVD myndar í miðju álveri eða gasverksmiðju, þá gæti verið gott að nota ljósleiðara. Það breytir samt ekki því að ljósið þarf að “búa til” spilaramegin og lesa magnaramegin. Það eru fræðilegt takmörk fyrir því hversu hratt hægt er að kveikja og slökkva á ljósgjafa án þess að ljósið renni saman í eina súpu (til að auka bandvídd á stórum ljósleiðarakerfum er sent á mörgum rásum (litum)).
Það er straumur í kapli er á næstum því ljóshraða.
tíminn (sek)= fjarlægð (í metrum)/3*(10 í 8.unda veldi).
Þegar fjarlægðin er orðin 40 cm þá er tíminn fyrir merkið orðinn afar skammur. Því skiptir væntanlega litlu máli hvort merkið sjálft berst eftir vír eða ljósleiðara. Meira máli skiptir eflaust sá búnaður sem undirbýr merkið til sendingar og tekur á móti því.
Ef um er að ræða fjarlægðir t.d. yfir 100 metrum þá er þetta eflaust orðið krítískt.
Ljósleiðari er að mestu ónæmur fyrir ytri truflunum, en rafsegulsvið og sjálfur straumurinn í kaplinum getur haft óæskileg áhrif á gæði merkisins.
En aftur að heimabíókerfinu. Samkvæmt þessu þá ætti að vera í lagi (soundlega séð) að kaupa bara rusl DVD spilara svo lengi sem hann hefur digital out og láta magnarann afkóða merkið. DVD spilarinn er þá orðinn eins og gamaldags plötuspilari sem hefur það hlutverk að snúa disknum í hring og lesa af honum hráupplýsingar?
Potemkin
0