Það sem stendur upp úr kvikmyndaárinu 2002 Núna þegar árið 2002 er liðið langar mér að hefja umræðu um hvaða myndir standa upp úr á árinu. Árið 2002 var að mínu mati betra en ár vonbrigðanna 2001. Myndir eins og Planet of the Apes, Harry Potter and the Philosopher Stone, Pearl Harbor völdu mér miklum vonbrigðum. Á árinu 2002 voru vonbrigðin fá og þau fáu vonbrigði sem ég var fyrir voru lítil. Ég varð fyrir vonbrigðum með Panic Room og Minority Report. Samt fannst mér þær myndir alls ekki slæmar. En nóg talað um vonbrigði, hér koma þær myndir sem mér finnst standa upp úr árinu 2002:

Þetta er nokkurn veginn raðað í réttri röð

Lord of the Rings: The Two Towers
Þessi mynd fylgir fyrstu myndinn vel eftir. Eina myndin á árinu sem á skilið fjórar stjörnur. Ég bíð mjög spenntur eftir Return of the King.

One Hour Photo
Frábær mynd. Ein af tvemur myndum sem á árinu sem snillingurinn Robin Williams leikur alvarlegt hlutverk. Robin leikur snilldarlega. Þessi mynd er með bestu þremur myndum á árinu.

Red Dragon
Anthony Hopkins bregður sér í þriðja skiptið í hlutverk Dr. Hannibal Lecters. Þessi mynd er mikið betri en Hannibal og næstum jafn góð og Silence of the Lambs. Ralph Fiennes, Edward Norton og Anthony Hopkins fara á kostum.

Monster´s Ball
Halle Berry og Billy Bob Thornton eru frábær í þessu frábæru drama. Ég skil nú ekki af hverju þessi mynd fékk ekki fleiri óskarstilnefnigar. Líklega af því hún inniheldur langt og frekar gróft kynlífsatriði. En hér frábær mynd á ferð.

Road to Perdition
Sam Mendes (American Beauty) færir okkur hér okkur aðra mynd sína. Hún er mjög vel heppnuð. Þótt inniheldur einn stóran galla, að maður getur ekki vorkennt sögupersónum. Enga á síður mjög góð mynd.

Star Wars: Attack of the Clones
Þrátt fyrir að Natalie Portman og Hayden Christiansen leika hræðilega í ástaratriðunum er þetta mjög skemmtileg mynd og endurvekur Star Wars fílinginn góða.

Insomnia
Önnur mynd snillingsins Christopher Nolans (Memento) prýdd stórstjörnum valdi mér ekki vonbrigðum. Góður löggutrylllir.

Aðrar myndir sem ég hafði gaman af:
About A Boy
The Royal Tenenbaums
Harry Potter and the Chamber of Secrets og
Signs

En hvað finnst ykkur standa upp úr?
Ps. Ég hef ekki séð Spirited Away né Die Another Day.

Kveðja Nedrud:D