Hér koma vísbendingar og þið eigið að geta um hvaða mynd er að ræða:
Hún er nr.2 en heitir þó ekki bara “ -eitthvað- 2”
Hún er ein aðsóknarmesta mynd sem sýnd hefur verið á Íslandi.
Aðalpersónan er ungur, dökkhærður strákur sem getur gert sig ósýnilegan með því að nota ákveðinn hlut.
Einn af bestu vinum aðalpersónunnar er rauðhærður klaufi.
Hún fjallar að mörgu leyti um galdra.
Í henni er gamall hvít/grá hærður vitringur sem er svakalega góður að galdra.
Í henni er einnig lítil tölvugerð furðuvera sem er í nánu sambandi við aðalhetjuna.
Hægt er að sjá lifandi tré í henni.
————–
Þá eru vísbendingarnar búnar. Hvort datt ykkur nú fyrr í hug, “Harry Potter and the Chamber of secrets” eða “Lord of the Rings, The two towers”?
Glöggir munu sjá að allt þetta passar við þær báðar.