Butch Cassidy and the sundance kid. Butch Cassidy and the Sundance Kid



Árið 1969 kom út hin farsæla mynd "Butch Cassidy and the Sundance Kid.
Myndinni leikstýrir hinn nýlátni George Roy Hill og geri hann vel.
Með aðalhlutverkin fara tveir af farsælustu leikurum Hollywood fyrr og síðar, þeir Paul Newman og Robert Redford. Þeir skemmta áhorfendum konunglega í þessari skemmtilegu mynd.

Sagan segir af tveimur ræningjum, þeim Butch Cassidy sem er færasti byssumaðurinn í öllu villta vestrinu og góðvini hans Sundance Kid.
Saman lenda þeir í skemmtilegum ævintýrum. Þeir eru ekki þessar hörðu ræningja týpur heldur indælir og ljúfir. Það er eitt af því sem gerir myndina svo skemmtilega og saklausa.
Myndinni er vel leikstýrt, myndin er með mjög flott og skemmtileg atriði, til dæmis byrjunaratriði sem er mjög stílískt og flott. Lokaatriðið líka sem er einfaldlega magnað. Atriðið sem þeir stökkva af klettinum í sjóinn og svo fleiri og fleri atriði.

Tónslistin er flott og óskarslerlaunalagið Raindrops keep fallin' on my head er skemmtilegt og átti óskarinn svo sannarlega skilið. Leikurinn er góður og einnig leikstjórnin.

Þessi rómantíska ævintýramynd fær þrjár og hálfa stjörnu af fjórum mögulegum hjá mér.