Jæja mig langar aðeins að fjalla um þessa fínu mynd og leggja fyrir ykkur smá persónuleikapróf.
Battle Royal er japönsk mynd frá árinu 2000 og gerist í Japan í náinni framtíð. Agi og regla innan landsins og skólakerfisins er farinn til fjandans. Stjórnvöld ákveða þess vegna að halda keppni árlega þar sem einn grunnskólabekkur er tekinn. Fluttur á eyðieyju og gert að taka þátt í leik þar sem þau fá vistir til 3 daga og eitt vopn eftir heppni. Þau hafa svo 3 daga til að slátra hvor öðru þannig að aðeins einn/ein verður eftir annars springur sprengja sem er um háls þeirra.

Söguþráðurinn er náttúrulega mikið bull og mikið er um holur í plotinu. Samt sem áður er þetta mjög skemmtileg afþreying.
Aðallega vegna þess að maður veit að svona myndir yrðu aldrei gerðar á þessum gæðaskala í USA eða Evrópu.
Keppendurnir eru bara unglingar og því er þetta allt of gróft til að afþreyingarkvikmyndastúdióin í USA mundu þora að gera svona mynd (en myndir þar eru algjörlega háðar vilja meiginþorra neytenda sem yrðu ekki hrifnir að svona unglingaslátrun).
Myndin er líka of mikill splatter við fyrstu sýn til að hún yrði gerð í Evrópu því að nær allar myndir þar eru háðar styrkjum frá ríkjum og stofnunum Evrópu. Og því er ætlast til þess að þær séu listrænar og djúpar en ekki afþreyingarsplatter.

Fyrst telur maður myndina vera ádeilu á ofbeldi og raunsæissjónvarp. En ólíkt myndum eins og Series7:The Contender þá snýst Battle Royal ekki um það.

Tagline myndarinnar segir hvað myndin snýr um :
Could you kill your best friend?
Myndir þú drepa skólafélaga/vinnufélaga þína til að lifa sjálfur/sjálf af?

Persónurnar í myndinni standa fyrir mismunandi afstöðu til svona aðstæðum. Þetta er nátúrulega skálskapsruglfantasíuaðtæður en maður getur samt hugsað aðeins út í þetta.

Ath. myndin spyr ekki hvort maður myndi drepa bara einhvern úti í bæ heldur sína eigin skóla/vinnu félaga og vini.

Jæja hérna koma þeir valkostir sem voru í myndinni og þær persónur sem stóðu fyrir þá.

1. Neita að taka þátt í leiknum og stytta sitt eigið líf: Kærustupörin sem hengdu sig og köstuðu sér fram af klettum.

2. Leita að leið til að losna úr leiknum án þess að drepa neinn: Hakkarinn og co.

3. Fá berserksæðiskast og ráðast á fólk í stjórnleysi: Feiti strákurinn

4. Nota tækifærið (þar sem lög og reglur samfélagsins giltu ekki í leiknum) og taka á persónulegri málefnum eins og óvild, reiði, öfund og losta gegn félögum sínum: Lúðastrákurinn sem var skotinn í Hlaupastelpunni og besta vinkona sætu stelpunar.

5. Ganga skipulega til verks þegar maður sér að ekki er um annað að ræða til að lifa af og drepa fólk með köldu blóði með fullri sjálfsstjórn: Sæta stelpan.

6. Mynda hóp ásamt öðrum til að verjast morðingjum, bíða og vonast til þess að einhver stoppi leikinn: Strandarhópurinn og Vitahúshópurinn.

7. Vernda og fórna lífinu fyrir sá manneskju sem manni finnst vænst um þarna: Strákurinn með staðsetningatækið og Aðalgaurinn.

8. Fela sig: Stelpan sem staðsetningastrákurinn var skotinn í.

Og svo skiptinemarnir tveir sem táknuðu gott og illt.
Þeir þekktu ekki hina þannig að þeir voru að keppa við fólk út úr bæ ekki sína eigin vini.

9. Fara sjálfviljugur í leikinn og myrða eins marga og hægt er: Illi náungin.

reyndar erfitt að átta sig á góða náunganum. Þóttist bara vera í þessu til að vita af hverju kærasta sín brosti á dánarstundinni. En eigum við ekki frekar að segja.

10. Fara sjálfviljugur í leikinn til að stöðva leikinn og bjarga lífi sem flestra.




Óþarfi að taka þetta of alvarlega en endilega láta vita hvernig þið munduð bregðast við svona persónuleikaprófi.

Ég sjálfur mundi velja nr5. Ef það væri ekki um mína eigin fjölskyldu að ræða:)