Ég rakst á grein á síðunni www.slashdot.com
Þar stóð að spænskur hópur sem kallar sig PS2Reality hafi búið til DivX (.avi) spilara fyrir PS2 sem virkar!

Ég hélt fyrst að þetta væri gabb en síðan fór ég að lesa meira um þetta á fleiri síðum og ákvað að prófa þetta.

Hér er smá listi sem hann á að getað gert.
- Styður DivX 3.11, DivX 4.xx, DivX 5.x.x Pro, Open DivX og Xvid ef þú breytir einhverju FourCC.
- MP3 hljóð (ekki AC3 sound, kemur seinna)
- Góð gæði.
- Pan Scan og digital Zoom.
- Upplausn 640 X 288 o.fl

PS2 tölvan verður helst að vera með Mod-Chip, en ég er ekki viss hvort þú getur notað svona BootDisc eða Swap trick.

Hér er síðan hjá þeim sem bjuggu spilarann til:
http://www.ps2reality.net/ (á spænsku)

Ég mæli frekar með því að þið farið inná:
http://www.ps2reality.mirrorz.com/

Þar er hægt að ná í spilarann, hún er á ensku og er með góðar leiðbeiningar og myndir hvernig maður setur myndina á disk með spilaranum.

Ég prófaði þetta, en ég bjóst nú ekki við því að þetta myndi virka en ÞAÐ VIRKAÐI!!!!!!!

Myndin spilaðist, Zoomið virkaði og ég gat breytt úr Fullscreen yfir í Widescreen.
Ég hef ekki prófað að nota MP3 diska ennþá.

Spilarinn er ennþá í Beta útgáfu 1.0 svo að auðvitað gæti myndin frosið á meðan þið spilið hana, en það hefur ekki gerst hjá mér ennþá.

Vonandi kemur stuðningur fyrir VCD og SVCD :)

Segið mér ef þið prófið þetta og hvað ykkur finnst um þennan spilara.