Hér kemur listi yfir 5 besti kvikmyndir sem ég hef séð (ekki í neinni röð , get ekki gert upp) og ég vil bæta það við að ég hef ekki séð Godfather myndirnar (svo að enginn fer að væla í því afhverju þær eru ekki á listanum.
Braveheart
Ég veit að þessi mynd er á mjög mörgum topp5/topp10 listum hjá fólki en það er bara einfaldlega út af því að þessi mynd er algjör snilld. Eins og ég var að tala um við frænda minn um daginn að það skiptir öllu máli hvort að mynd endar vel og mér finnst þessi mynd enda snilldarlega , eða þarna atriðið þarna þegar verið er að pína hann og hann öskrar freedom eða eitthvað þannig, snilldar atriði.
Forest Gump
Snilldar mynd. Ég veit ekki afhverju hún er svona góð eða afhverju ég fæ aldrei leið á henni. Það er alltaf gaman að rifja upp textana úr henni eins og :Hello my name is Forest , Forest Gump og : My mamma always used to say that life was like a box of chocklets , you'll never know what you're gona gett.
Boondock Saints
Það kemur mér verulega á óvart afhverju þessi mynd kom ekki i bíó. Ég hafði aldrei heyrt um þessa mynd áður þegar ég og frændi minn voru að velja spólu á Bónusvideo og ég var í vafa hvort ég tímdi að eyða pening í mynd sem ég hafði aldrei heyrt um áður (hann splæsti á hana). Tvö orð Snilldar mynd , það er ekki annað hægt að segja um þessa snilld.
LOTR: Fellowship of the ring
Fellowship of the ring er mjög góð mynd en ég skipti henni öruglega út af listanum þegar ég er búinn að sjá two towers eða hina (nr 3) en þær eru sagðar betri en Fellowship of the ring.
Fight Club
Töff mynd ,get ekki sagt annað. Í eina skiptið sem ég hef fílað Brad Pitt. First rule of Fight Club: You do not talk about fight Club.
Ekki koma og segja að ég kann ekki að meta kvikmyndir eða neitt þannig , þetta er topp 5 listinn minn. En hvað er topp 5 listinn þinn.