Aðalhlutverk: James Van Der Beek, Shannyn Sossamon, Ian Somerhalder, Jessica Biel, Kip Pardue, Thomas Ian Nicholas, Clifton Collins, Jr., Kate Bosworth, Eric Stoltz, Swoosie Kurtz, Faye Dunaway, Fred Savage, Jay Baruchel.
Gert eftir skáldsögu eftir Bret Easton Ellis.
Ég náði í þessa mynd í screener formi af netinu og horfði á hana með nokkra bjóra í blóðinu.
Þessi mynd greip mig alveg frá byrjun. Stöðug keyrsla allan tíman, aldrei dauft augnablik.
Myndin segir frá ástarþríhyrningi milli Sean Bateman, Shannyn Sossamon og Paul Denton. Þetta er ekki hin týpiski ástarþrýhyrningur eins og gengur og gerist. Bateman er dópsali, Lauren Hynde er hrein mey, með löngun til að losna við meydóminn og Paul Denton er samkynhneigður maður. Bateman er hrifinn af Lauren, Lauren hrifin af Bateman en bíður samt eftir kærasta sínum og Paul er hrifin af Bateman.
Ég veit að hljóðar fremur “lame” en kvikmyndatakan og leikstjórn í þessari mynd er helv*** góð. Hún byrjar á því að sýna ástand fólksins í teiti sem kallast “The End og the world party” og sýnir fólkið hvað það er að gera í teitinu. Spólum á byrjum og sýnt er hvað leiddi að þessu atriði.
Myndinn greip mig strax frá byrjun, skemmtileg myndataka og skemmtileg persónu sköpun. Eitt atriði sem greyp mig mest var þegar sýnt var hvað kærasti Lauren var að gera í Evrópu var helv*** flott, hörð keyrsla og góð klipping.
Ég vil nú ekki segja of mikið frá söguþræðinum því að persónulega hef ég mest gaman af því að sjá góðar myndir sem ég veit ekkert um.
James Van Der Beek rífur sig harkalega úr hlutverki sínu úr Dawsons Creek. Hef nú aldrei horft á það crap en mér fannst hann góður hér í hlutverki sem Sean Bateman
Kom mér vel á óvart að Eric Stolz átti hlutverk í þessari mynd en ég hef alltaf fílað þann leikara.
Mæli eindregið með þessari mynd. Gef henni ***/**** stjörnur.
A Star For A Starr