Royal Tenenbaum(Gene Hackman)er blankur og heimilislaus
og reynir að nálgast konu sína Etheline(Anjelica Huston)og
barnanna sinnar þriggja Chas(Ben Stiller), Margot(Gwyneth
Paltrow)og Richie(Luke Wilson)með því að þykjast vera
haldinn af krabbameini. Hann segjist vilja eyða sínum
lokadögum með þeim til að bæta upp þá vanrækslu sem
hann bauð þeim í æsku.
Þessa frábæra mynd er þriðja mynd hins einstaklega efna
leikstjóra Wes Anderson sem virðist eiga afar bjarta framtíð í
kvikmyndabransanum. Bottle Rocket og Rushmore voru fyrstu
myndir hans og gáfu þær til kynna að eitthvað magnað kæmi
úr smiðju hans. Jafnvel þótt að fyrstu tvær myndirnar voru
snilldarverk þá slær þessi mynd þau útaf laginu. Wes skrifar
öll handritin með vini sínum-leikaranum Owen Wilson(sem
varð frægur eftir frammistöðu sinni í Bottle Rocket)og erftitt er
að ímynda sér hvernig næsta mynd þeirra verður. The Royal
Tenenbaums er mynd sem allir ættu að kynna sér…