Jæja þá er maður loksins búin að sjá þessa mynd sem ég ásamt öruggleg fjölmörgum öðrum hef verið að bíða eftir. Ekki mun ég spilla með að segja nett frá myndinni hér, En ég get sagt eitt að hún er bara nokkuð betri í fyrstu atrennu en fyrri myndin. Að vísu hefur þessi mynd ekki byrjun né enda og fólk verður bara að hafa það í huga þefar það skellir sér á þessa ræmu því er ég viss um að það skemmir örlítið fyrir fólki. Frásagnar stílnum sem einkenndi þennan kafla sögurnar er örlítið frábrugðin bókunum en það kemur vel út og er ég sáttur við þann part myndarinar að blanda söguþráðunum saman en ekki vera segja þá einn í einu. Gollrir er ekkert smá flott gerður og þarna er ég held bara komin það sem margir óttuðst að tölvuleikarar yrðu betri en frábærir. Eiga auðvitað langt í land með að ná þessum ekta leikurum en þetta er ótrúleg vinnsla á þessum karakter.
Gimli Glóason er yfirþyrmilega fyndinn þessa mynd og er það bara möst. Margir hafa haft á orði að persónurnar eru ekki þær sömu og í fyrri myndini og verð ég nú að vera ósammála þeim fullyrðinum. Tökum Gimla sem dæmi, fólk talar um að hann sé fyndin hérna enhafi ekki verið það í fyrri myndinni. Sem er rugl.. hann var nefnilega gífurlega fyndin í undirdjúpum Moria þegar hann sagði að það kastar engin dverg og baðum að það yrði ekki togað í skeggið hans.
Sama má segja um Kát og Pippin, þeir voru mjög skemmtilegir í fyrri myndini en hérna fá þeir fá tækifæri til að skemmta okkur áhorfendum miðað við þær aðstæður sem þeir lenda í, rétt í lokin gefst þó tækifæri til húmors hjá þeim félögum og er það fullnýtt. Aðrir karakterar halda sínum dampi og hafa ekkert breyst neitt þó sumir vilja meina annað. Lýsing á því hversu Hringurinn Eini íþyngir Fróða er vel útfært og húsbóndahylli Sáms líka. Ákveðni og ábyrgð Aragons fær líka fínar lýsingar. Legolas fær að mínu mati ekki nógu stórt hlutverk en það sem hann gerir er lýst mjög vel og sérstaklega vinátta hans og Gimla. Og hann er ekkert meria brútal þarna en í fyrstu myndinni, hann fær eindfaldlega meira til að drepa þarna.
Bardagdin við Helmsgjá er gífurlega flottur og tilkomu míkill, en einhverja hluta vegna bjóst við meiru. Og má kannski skrifa það að mestu á þær sögusagnir sem ég hef heyrt. Engu að síður var ég miklu meira en sáttur við það stórfenga atriði.
Atriði þegar Enturnar taka sig til og gera áras á Saruman er líka skemmtilega útfært með keim af smá húmor þökk sé Kát og Pippin, og líka smá eldi :D
En þetta er auðvitað mitt mat.. ég er svo harður sko.
3.5 Stjörnur af 4 í einkun.
PS ég gaf LOTR:FOTR 2.5 stjörnur fyrst. En sú mynd komst nú í fjörar eftir að ég sá Extended Versionið
:: how jedi are you? ::