Ég var að skoða imdb.com um daginn og lenti inn á Lord of
the Rings: The Two Towers og sá að hún hafði hlotið strax 9.4
í einkunn. Þetta fannst mér frábært, en þegar ég leit síðan á
það í hvaða sæti hún var í yfir 250 bestu myndum allra tíma
brá mér nokkuð.
Lord of the Rings 2 er í sæti 189. og myndin fyrir ofan hana hin
frábæra This is Spinal Tap er í sætinu fyrir ofan en aðeins
með 7.8 í einkunn. Þetta þótti mér nokkuð sérkennilegt að
mynd með einkunnina 7.8 skuli vera sæti ofar en mynd með
einkunnina 9.4.
Fljótlega áttaði ég mig þó á því þetta var sökum þess að
Spinal Tap hefur hlotið fleiri atkvæði en LOTR:TTT.
Þrátt fyrir að þessi listi sem þessar upplýsingar koma fram á
kallast: top 250 movies as voted by users eða þær 250 myndir
sem hlotið hafa hæstu einkunn hjá kjósendum imdb.com
Að sjálfsögðu væri fáránlegt að taka ekki tillit til fjölda atkvæða.
Þá gæti mynd sem fimm kjósendur gæfu 10 lent í fyrsta sæti,
listinn væri ómarkverður. Og ætti í stöðugum breytingum.
Það sem mér finnst að stjórnendur síðunnar ættu að gera er
að setja myndir ekki inn á lista fyrr en þær hafa náð einhverju
ákveðnu marki í fjölda atkvæða, t.d. 10000. En eftir það ætti
fjöldi atkvæða ekki að skipta máli heldur myndir að vera að
öllu leiti marktækar
Er einhver sammála mér?