Tekið af mbl.is
MGM-kvikmyndafyrirtækið hefur ráðið Sylvester Stallone til þess að skrifa handritið að sjöttu kvikmyndinni um hnefaleikakappann Rocky. Ekki er gert ráð fyrir að fyrirtækið muni leggja háar fjárhæðir til verksins þar sem fimmta kvikmyndin um Rocky naut lítillar hylli þegar hún var sýnd fyrir 12 árum.
Stallone, sem hefur skrifað og leikið í fimm kvikmyndum um Rocky, er sagður ætla að snúa aftur í hringinn til þess að taka þátt í einum bardaga. Hann hlaut Óskarsverðlaun fyrir leikstjórn Rocky-kvikmyndar árið 1977.
Jæja, ætli Sly nái að semja sæmilegt handrit um hinn “æðislega” Rocky?? Allavega hef ég lítið álit á honum sem handritshöfundi eða bara öllu öðru en hasarmyndaLEIKARA, horfði á Cobra um daginn. Fannst sú mynd nú frekar slöpp, það skýrði sig nú alveg þegar ég horfði á byrjunina aftur “Screenplay by Silvester Stallone”
Hvað fynnst ykkur, haldiði að Rocky muni snúa aftur??