Lenny er að reyna að hefna dauða konu sinnar en vandinn er
að hann er haldinn alvarlegum minnistruflunum og getur
hann ekki flutt endurminningar úr skammtímaminninu í
langtímaminnið þannig að hann getur ekki lært neitt nýtt eða
munað neitt sem gerðist eftir minnistruflununum bara fyrir.
Hann reynir margvíslega að komast hjá þessum erfiðleikum
sínum með því að skrifa minnismiða, tattúvera sumar
endurminningar á líkama sinn (svo hann gleymi því örugglega
ekki að hann er að leita að morðingja konu sinnar eða hvar á
að leita)og taka polaroid myndir af hlutum eða manneskjum
sem skipta máli í leit hans eða lifnaðarhætti. Myndin er á víxl
sögð afturábak og áfram. Myndin hefst þar sem hún endar en
síðan eru sýndar stuttar glefsur úr leit Lenny að
morðingjanum. Á vegi hans verða tvær persónur Teddy(Joe
Pantoliano)og Natalie(Carrie Anne-Moss) sem hann rekst á
æ og aftur en minnist þess þá ekki að hafa séð þær fyrr. Af
þeim sökum veit hann ekki hvort þær eru að liðsinna honum
við að hafa uppi á morðingjanum eða eru á einhvern hátt
viðriðnar glæpnum.
Memento er önnur mynd Christopher Nolan af þrem, og á
þessi efnaði leikstjóri eflaust mörg verkefni í sigti. Memento er
einstaklega góð mynd sem verður eflaust klassísk með
tímanum(er það eiginlega núna). Ég vona að þið öll hafið séð
hana annars ættuð þið virkilega að skammast ykkar, ekki
nefna það við neinn og horfa á hana strax.
(þakkir sálfræði bók).