Martin Donovan Martin Donovan

Það fyrsta sem ég hugsa þegar ég les eða heyri nafnið Martin
Donovan er eitthvað þurrt, eyðimörk eða eitthvað því um líkt
þar sem Donovan leikur alltaf, eða oftast einstaklega þurra
persónuleika. En þrátt fyrir að leika alltaf slíkar þurrar
persónur eru þær flestar nokkuð áhugaverðar og leikur hann
þær með slíkum hæfileikum að það hálfa væri nóg.
Martin Donovan hefur líklegast verið þekktur í gegnum árin
sem aðalleikari í flestum myndum Hal Hartley (Monster, Henry
Fool, Simple Men). En einnig núna í ár sem aðla- aukaleikari
í kvikmynd Christopher Nolan, Insomnia (2002), sem
aðstoðarmaður lögreglumannsins Will Dormer, leikinn af Al
Pacino.
Samstarf Donovan og Hartley hósft með í hinni frábæru
kvikmynd Trust (1990), sem áhugasamir ættu að geta nálgast
á betri vídeóleigum bæjarins undir Tartan-myndir. Trust gerði
Donovan að því sem oft kallað ,,andlit”, þ.e. fólk kannast við
andlitið en þekkir leikarann ekki með nafni. Donovan er
reyndar enn þann dag í dag ,,andlit”. Eftir Trust lék Donovan í
tveim Hartley myndum í röð Surviving Desire og Simple Men.
Næsta mynd var Spike Lee myndin Malcolm X, í raun var
Donovan í pínulitlu hlutverki sem FBI útsendari. Donovan hélt
áfram að gera myndir með Hartley og var myndin Amateur
(1994) næst á dagskrá, ásamt Flirt (1995) með nokkrum
litlum hlutverkum þarna inni á milli. Þar á eftir komu tvær
stórmyndir undir öðrum leikstjórum, en Hartley Hollow Reed
(1996) og The Opposite of Sex (1998). Áður en Donovan lék í
stórmyndinni Insomnia komu nokkrar litlar sjálfstæðar myndir
þar sem hann lék stór hlutverk og nokkrar stórar þar sem
hann lék lítil sjálfstæð hlutverk.
Næst sjáum við Donovan í myndinni Saved sem skartar
barnastjörnunni gömlu Mackulay Culkin og
unglingasöngkonnunni Mandy Moore (áhugaverð blanda af
leikurum). Martin Donovan mun einnig leika dauða forsetan
J.F.K í sjónvarpsmyndinni RFK

Fyrir þá sem vilja kynna sér Donovan mæli öllum myndum
sem hann hefur gert undir stjórn Hal Hartley, þá sérstaklega
Simple Men, Flirt, Trust og Amateu