Brúðuleikmaðurinn Craig(John Cusack) er einn daginn að
vinna hjá nýju vinnu sinni (hálfa hæðin : )þegar hann finnur
leynigöng bak við skjalaskáp. Hann fer inn í göngin og þar er
hann kominn inn í heilann á leikaranum John Malkovich(John
Malkovich) og þar getur hann séð það sem hann sér. Svo eftir
um 15 mínútur skýst hann út úr röri einhvers staðar í New
Jersey. Craig segir samstarfsfélaga sínum henni Maxine
(sem hann er afar hrifinn af) og þau finna leið til að hagnast á
þessu með því að láta fólk borga fyrir þessa ótrúlega reynslu
en vandamál þeirra hefjast þegar John Malkovich kemst að
þessu og vill að sjálfsögðu banna aðgang að göngunum.
Ég geri mér vel grein fyrir því að flest ykkar eða ekki öll hafa
séð þessa mynd en ástæðan fyrir því að ég er að skrifa þessa
grein er út af því að Charlie Kaufman, sá sem skrifaði
handritið og Spike Jonze, leikstjórinn voru að gera nýja mynd
sem heitir Adaptation og er hún sannsöguleg og fjallar um
Charlie Kaufman, tvíburabróðir hans (báðir leiknir af Nicholas
Cage)og tvö aðra rithöfunda. Ég hef verið að bíða eftir þessari
mynd í nokkra mánuði og þegar ég sá trailerinn hér á huga
leist mér bara ágætlega á það, þótt það jafnast eflaust ekkert
við Being John Malkovich.
Being John Malkovich er hinsvegar algjör snilld og fyrir þá
sem ekki hafa séð hana ættu þeir að drífa sig að leigja hana.