Ég er búinn að vera að sjá alveg ógrynni af
uppáhalds-greinum hérna á Huga. Og alltaf er einhver sem
segir að ekki sé hægt að nefna neitt uppáhald, að það verða
að spyrja frekar um einhvern ákveðinn flokk s.s.
hryllingsmyndir, gamanmyndir o.fl.
Þannig að ég fór að pæla í hvað væri sniðugt viðfangsefni í
uppáhalds-grein og datt í hug kvikmyndir eftir Alfred Hitchcock
þar sem hann er hugsanlega einn virtasti og þekktasti
leikstjóri allra tíma.
Fyrir þá sem þekkja lítið eða ekkert til leikstjórans þá ætla ég
að láta fylgja með smá upplýsingar um hann:
Sir Alfred Hitchcock fæddist árið 1899 í Englandi, hann lést
fyrir rúmum 20 árum eða 1980. Á ferli sínum tókst honum að
gera nokkrar af virtustu hryllingssögum allra tíma þ.á.m
Psycho og The Birds. Hitchcock hafði mörg sérstök
kennimerki og framkvæmdi þó nokkur afverk. T.d. kom hann
fram í aukahlutverki í öllum myndum sínum, flestar fjalla um
að rangur maður sé grunaður sé grunaður um einhvers konar
glæp. Hitchcock er einnig frægur fyrir óhugnalega sturtuatriðið
úr Psycho en ekki verður farið nánar út það hér.
Meðal helstu mynda Hitchcock eru:
The Birds
Psycho
The Man Who Knew Too Much
Frenzy
Rear Window
Vertigo
Rope
Dial M for murder
Topaz
Lodger
og þó nokkrar fleiri
Ég ætla biðja ykkur um að velja þá mynd sem ykkur þykir best
Sjálfur myndir ég velja Rear Window en viðurkenni að valið er
nokkuð erfitt