Hard Eight. Eftir misheppnaða tilraun að fara til Las Vegas og græða
nógu mikin pening til að borga fyrir jarðarför móður sinnar
situr John (John C. Reilly) fyrir utan kaffistað í eyðimörkinni. Til
hans gengur ókunnugur gamall maður að nafni Sydney
(Philip Baker Hall) til hans og býður honum að koma með sér
til Las Vegas þar sem hann getur kennt honum bragð (ekki
svindl eða rán) til að græða peninga í spilavítum borgarins.
John áfellst það og bragðið virkar vel. Með tíma byggist sterkt
vinasamband á milli þeirra en fortíð Sydneys eltir hann upp.

Hard eight (eða Sydney) er fyrsta mynd snillingsins Paul
Thomas Anderson sem hefur meðal annars gert snilldar
myndirnar Boogie Nights, Magnolia og (nýjustu myndina
hans) Punchdrunk Love sem kemur til Íslands eftir nokkra
mánuði. Hard Eight er mjög góð mynd og mæli ég með henni
til allra kvikmyndaunnendur.

P.s. Samuel L. Jackson og Gwyneth Paltrow leika stórhlutverk
í henni ( kom þeim bara ekki inní söguþráðinn).

Sumar heimildir IMDB.