Skrifaðar hafa verið tvær greinar á hugi.is um myndir eftir Jim
Jarmusch, Dead Man og Ghost Dog: The Way of the Samurai.
Þessar tvær myndir eru líklega þær mest áberandi eftir sem
komið hafa eftir hann á síðustu 10 árum. En þær myndir sem
hlotið hafa hvað mest lof áhorfenda og gagnrýnenda ásamt
þessara tveggja eru: A Night On Earth, Stranger Than
Paradise, Down By Law og Mystery Train. Jarmusch hefur
öðlast mikla virðingu gegnum árin og er sem fyrirmynd
margra ungra leikstjóra í dag s.s. Kevin Smith, en í Clerks fær
hann sérstakar þekkir.
Jarmusch fæddist í Ohio fylki bandaríkjanna 1953 en flutti þó
til New York fylkis 17 ára gamall þar sem hann útskrifaðist frá
Columbia háskólanum með B.A próf í ensku. Án þess að
hafa neina reynslu eða menntun í kvikmyndagerð var hann
meðtekinn í Tisch- Listaskólann í New York.
Permanent Vacation (1982) var fyrsta mynd hans, ekki var
miklum pening eytt í gerð hennar þar sem hún var
lokaverkefni hans í skóla, aðeins 15,000 dollarar. Tisch
skólinn neytaði þó að taka við myndinni, þeim fannst hún
einfaldlega vera tímaeyðsla. Eftir mikla erfiðleika við að
komast yfir fjármuni fyrir sína næstu kvikmynd kynntist hann
Otto Grokenberger, ríkum þýskum manni sem hafði áhuga á
að framleiða kvikmynd eftir Jarmusch. Úr því að Grokenberger
gaf Jarmusch alveg frjálsar hendur varð Stranger Than
Paradise (1984) svo vel heppnuð að Jarmusch vann Cannes
verðlaun fyrir hana. Stranger Than Paradise sem var samin
útfrá lagi Screamin´Jay Hawkin´, I Put A Spell On You, fjallar
um tvo vini sem búa í New York og frænku annars þeirra sem
er nýkomin frá Ungverjalandi. Samstarf Jarmursch og
Grokenberger hélt áfram í næstu mynd Jarmusch Down By
Law (1986) sem þótti einnig nokkuð góð, í þetta skiptið var
Jarmusch tilnefndur til Gullpálmans í Cannes, hann hlaut
hann þó ekki. Down By Law fjallar um þrjá menn sem eru
sendir í fangelsi, mennirnir þekkjast ekki en neyðast þó til að
kynnast þar sem þeir lenda allir saman í klefa. Myndin skartar
úrvals leikurum á borð við Tom Waits, Roberto Benigni og
John Lurie svo einhverjir séu nefndir.
Eftir að hafa gert tvær árangursríkar myndir í fullri lengd hóf
Jarmusch að vinna að stuttmyndum milli verkefna, þær
stuttmyndir sem hann gerði heita Coffee and Cigarettes 1,2
og 3. Því miður hef ég ekki séð þessar myndir og get því ekki
sagt mikið um þær, en þó get ég sagt að Steve Buscemi, Tom
Waits og Roberto Benigni koma fram í þeim. Næsta mynd
Jarmusch í fullri lengd var Mystery Train (1989), henni má
skipta í þrjár sögur sem allar tengjast saman á sóðalegu
hóteli þar sem Screamin´Jay Hawkins´vinnur. Aftur var
Jarmusch tilnefndur til Gullpálmans en hlaut hann ekki, hann
vann þó önnur verðlaun á hátíðinni fyrir bestu listrænu
stjórnina fyrir myndina.
Síðan kom A Night On Earth (1991) sem er að margra mati
hans besta mynd. Á þessum áratugi var Jarmusch orðinn
,,Hollywoodaðri” án þess að það hafi komið niður á myndum
hans. Það sem ég á við með ,,Hollywoodaðri” er einungis að
núna fara stórstjörnur að koma fram í myndum hans. Í A Night
On Earth leikur Winona Ryder ásamt Roberto Benigni og
þrem fleiri leikurum fimm leigubílstjóra í fimm stórborgum í
heiminum, Helsinki, París, New York, L.A og Róm. A Night On
Earth, Down By Law og Mystery Train voru allar framleiddar af
Jim Stark sem einnig framleiddi Cold Fever ( Eftir Friðrik Þór).
Eftir A Night On Earth komu Dead Man (1995) og Ghost Dog
(1999) en um þær má lesa greinar eftir Cactuz og Limer því
ætla ég ekki að fara nánar út í þær myndir.
Sjá má á myndum Jarmusch að þær fjalla að miklu leyti um
einamanleika og erfiði. Jarmusch hefur ekki aðeins leikstýrt
mögum frábærum myndum heldur einnig leikið í nokkrum
þ.á.m In The Soup, Sling Blade og Smoke.