Ég vil byrja á því að biðjast afsökunar á greininni minni um Harry Potter and Philosopher Stone. Ef ég hef sært einhvern landann þykir mér það leitt. Svo tek ég það líka fram að ég hef einugis séð þá mynd einu sinni og varð þá fyrir miklum vonbrigðum. Ég mun lauma DVD disknum af þeirri mynd í jólapakka hjá litlu systur og vera kannski ekki bara að vera að hugsa um hennar hamingju. Alla vega þegar ég sé hana aftur kem ég með greinu um hana og vona að ég særi engann í það skiðtið.
Harry Potter and the Chamber of Secrets er eins og allir vita önnur myndin/bókin af þeim sjö til alls talsins. Ég var ekki ánægður með þá fyrstu og fór þess vegna í bíó með engar væntingar. En svo þegar ég kom út var ég bara alsæll. “Þessi mynd er talsvert betri en sú fyrsta það er enginn það er enginn spurning,” hugsaði ég mér þegar ég fór út í bíóinu.
Ungu leikararnir voru bara allir fínir og hafa bætt sig síðan fyrstu myndinni. Nema kannski tvíburarnir í hlutverki Fred og George. Þeir eru svo boring!
Eldri leikarnir eru alveg frábærir enda næstum landslið breta þar á ferð. Tveir bætast við. Það eru þeir Jason Isaacs og Kenneth Brannagh. Jason Isaacs leikur hin illa Lucius Malfoy sem er föður Draco. Shakespeare leikarinn frægi Kenneth Brannagh leikur hinn nýja brosmilta kennara og egóista Gilderoy Lockhart. Þeir eru báðir alveg frábærir.
Handritið er líka alveg mikið betra en það við sá fyrstu. Núna er sleppt óþarfaatriðum og er það myndinni bara til góðs.
Chris Columbus stendur sig líka mikið betur en við sá fyrri. Þótt gat hann ekki haldið það út og þurfti að hafa svona ógeðslega væmni í lokaatriððinu. Það er næstum stærsti galli myndarinnar.
Harry Potter and the Chamber of Secrets er mikið drungalegri en forveri sinn og er heldur ekki á svona barnalegu stigi. Einnig fannst mér myndin líða alveg ótrúlega hratt. Hvað var hún löng (aðeins að kíkja á imdb.com)? 165 mínútur, vá mér fannst þetta bara vera svona klukkutími.
Harry Potter and the Chamber of Secrets er frábær skemmtun sem enginn má missa af og er mikið betri en the Philosopher Stone. Þessi lofar góðu fyrir framhöldin og bíður maður nokkuð spenntur. Ég mæli með þessari kannski ekki alveg fyrir þau minnstu en ég held að þetta er skylda fyrir átta ára og upp út.:)
Kveðja Nedrud:D