Ég verð bara að fá að henda skoðun minni inn í þetta litla rifrildi ykkar varðandi Boondock Saints.
Mér þykir þessi mynd alveg endalaust skemmtileg, og myndi örugglega setja hana ofarlega á lista yfir þær myndir sem ég tel bestar, en það þýðir ekki að myndin sé nein klassamynd. Hún fellur bara vel að mínum smekk. Og það sama má segja um annað fólk. Þannig að þið skuluð ekkert vera að reyna að rakka niður myndir sem almennt eru viðurkenndar(kommon, það eru ekki bara algjörir fávitar sem stunda imdb) og setja frekar út á smáatriði og framleiðslu/leik/leikstjórn þeirra heldur en að reyna að þröngva áliti ykkar á aðra. Ég meina, allir hafa rétt á að finnast hitt og þetta um myndir, ekki myndi ég reyna að segja einhverjum sem fannst Fight Club algjör snilld (góð mynd, vel gerð, en já, ég er einn af þeim sem fíluðu hana ekki) að hún sé algjört rusl og eigi ekki skilið að fara inn á listana þeirra yfir bestu myndirnar bara út af því að skoðun okkar er öðruvísi.
Ahem, smá stundarbrjálæði ;P
En mínar uppáhalds myndir eru (amk þær sem ég man í augnablikinu):
Lord Of The Rings: Fellowship Of The Ring
Die Hard (Alan Rickman er semi-guð í mínum augum)
Grosse Pointe Blank (Dýrka líka John Cusak)
X-Men (Comic nörd ;)
Boondock Saints
Donnie Darko
Dark City (EEEEEEEEELSKA ÞESSA MYND!!!)
Naked Gun myndirnar (allar klassískar)
Aliens
Monty Python And The Holy Grail (svarti riddarinn :D)
Braindead (bara sýra)
Bad Taste (hehehe)
The Matrix (elska svona sjónrænt drasl)
Pulp Fiction (Sam Jackson klikkar ekki)
Last Kiss Goodnight
Saving Private Ryan
Aðrar myndir sem fara nálægt því að komast á listann eru m.a.
Minority Report (besta mynd sumarsins)
Leathal Weapon myndirnar
Interview With A Vampire
Virturosity (Að mínu mati ofmetin mynd)
Ég er örugglega að gleyma einhverjum helling af myndum (nánast öllum í upphaflegu greininni og svörunum), en upphaflega ætlaði ég bara að kommenta á Boondock Saints dæmið…. :P
Enerbun