Ég er að reyna fjárfesta í góðum DVD spilara sem getur spilað allt, þ.e. einnig efni og myndir sem ég get downloadað af netinu, hvort sem það sé SVCD, VCD eða þjappað efni á borð við DIVX, MPEG
eða AVI files, svo að ég fór og gerði samanburð milli nokkurra búða. Það sem ég er, og sagðist vera að leita að, væri spilari sem gæti spilað allt.
En það sem ég myndi vilja kæru Hugarar er að fá álit ykkar á þessum spilurum, hvaða spilara þið mynduð velja og af hverju.
Búðirnar sem urðu fyrir valinu voru:
ELKO,
Sjónvarpsmiðstöðin,
Radíóbær,
Heimilist æki,
BT skeifunni

Eftirfarandi er umfjöllun um hvern spilara í viðkomandi búð sem helst var mælt með
———————————————-
EL KO
Tegund: Samsung DVD-S224 DVD Spilari
• DVD, DVD-R, CD, CD-R/RW & MP3 Spilari
• Fjarstýring
• Dolby Pro-Logic Surround, Dolby Digital, 5.1, DTS, MPEG Audio Out
• Spilar öll kerfi (multiregion)
• 1 Scart tengi
• S-video out
• Super Scan
• Smooth Motion Scan
• Chapter Digest
• Instant Replay
• Screen Saver
Verð 29.990-
Deildarstjórinn á þennan spilara og hann hefur mjög góða reynslu af þessum, gaf spilaranum góða einkunn,
Spilarinn spilar allt sem sett er í hann, einnig MPEG, AVI og fleiri álíka files, fæ 30 daga skilafrest
——————————————- —
Sjónvarpsmiðstöðin
Tegund: JVC Vörunúmer: XVS302
Silfur Fjölkerfa DVD spilari
• DVD/CD/CDR/CDRW/VCD/SVCD/MP3 Spilari
• Spilar öll kerfi (multi region)
• Dolby Digital AC3
• Digital Theatre Sound (DTS)
• Valmyndakerfi
• NTSC Afspilun yfir í Pal
• 3D-Phonic
• Scart tengi
• SVHS tengi
• Coax tengi
• Fjarstýring
Verð nú: 24.990.- Áður: 39.990.-
Sölumaðurinn sagði að það væri enginn spilari sem gæti spilað efni á borð við DIVX, AVI eða MPEG en mælti með JVC
———————————————-
Ra díóbær
Tegund: AIWA Gerð: XD-DV487/DV480
Fjölkerfa DVD spilari
• Spilar DVD/Video CD, AUDIO CD, CD-R,CD-RW, MP3
• 3D Surround
• DTS stream output
• DTS/ Dolby Digital decoder
• DTS/ Dolby Digital tengi (1 coax og 1 optical tengi)
• Euro Scart tengi með RGB output
• S-Video ouput
• NTSC/PAL output selector
• RCA video output
• RCA stereo output
• 100 hraða DVD leit
• 4/16 zoom aðgerð
• G.U.I. menu kerfi
Verð: svartur og gylltur 19.990-
silfurlitaður 24.990- (enginn munur á silfurlitaða og svo svarta og gyllta nema liturinn)
Sölumaðurinn sagði að það væri enginn spilari sem gæti spilað efni á borð við DIVX, AVI eða MPEG
Gaf spilaranum toppeinkunn og hefur Radíóbær góða reynslu af þessum spilurum, bilanatíðni 3-5% (lítil)
———————————————-
Heimilistæki
Tegund: Lenco Gerð: DVD12
Silfur fjölkerfa 2 rása DVD spilari
• Spilar DVD/Video CD/Audio CD/MP3 (CD vistað sem MP3 file)
• CD-R,CR-RW,DVD,MP3,VCD OG SVCD
• Spilar alla 8 og 12 cm diska
• Spilar PAL/NTSC (TV verður að hafa sama kerfi)
• Dolby Digital, DTS
• 2 rásir
• On-screen display
• S-VCD (resolution 640 X 480) Spilanlegt
• Stýringar: play; skip/search; pause; shuffle; programmable memory; repeat; repeat A-B
• Önnur DVD/CDV atriði: slow motion; title displayed; changing subtitle language (DVD only), changing sound track language (DVD only); viewing from another angle (DVD only); zoom; games; 4:3 and 16:9 mode; parental lock setting
• Tengi: euro scart; video out; audio out (front, surround, center and subwoofer); optical digital out; coax tengi; S-video out
• Power source: AC 230 Volt/60 Hz
• Stærð: 430 x 310 x 50 mm (WxDxH)
• Þyngd: 5500 gr.
Verð nú: 19.995- Áður: 24.995-
Á að spila allt sem sett var í hann (aftur á móti virkaði sölumaðurinn(strákurinn!) á mig eins og hann vissi ekkert um spilarann)
——————————————- —
BT - Skeifunni
Fjölkerfa DVD spilari
• Spilar: DVD, CD, VCD, SVCD, CD-R &CD-RW, MP3, CD-G, HDCD og picture CD.
• Dolby Digital (AC-3) og Dolby Pro Logic processing.
• DTS digital tengi
• Video tengi: Composite Video and S-Video output.
• Audio tengi: 2 CH audio og Coax digital tengi
• Optional function: 5.1 channel og component video (YUV) tengi
• 24-bit PCM Digital Output Capability
• 10-bit Video D/A Converter
• Timer og auto power off
• Playback memory function.Program Playback
• 2 Dual languages OSD
• System choice: NTSC, PAL og Auto
• Zoom panning
• Screen saver
• Fjarstýring
Verð: 14.990
Alveg nýr spilari hjá þeim, búinn að vera testaður í mánuð og spilar nánast allt (að sögn sölumanns)
——————————————- —
Hvaða spilara þið mynduð velja og af hverju. Er einhver spilari sem spilar hvaða efni sem er?

Kveðja
php